Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar honum var vinnan skapandi eða að öðrum kosti merkingarlaus þrældómur. Þess vegna gat hann ekki sætt sig við „vísindalegan sósíalisma" sem setti efnislegar framfarir ofar skapandi inntaki vinnunnar. Ein vinsælasta fram- tíðarsýn aldamótanna var verk Edwards Bellamys Looking Backwards the year 2000 en þar er Boston orðin að stimpilklukkuveröld, spartanskur verksmiðjuheimur þar sem skynsemin ræður ríkjum og fer ein með völdin, þ.e. alræði verkfærahyggjunnar yfir þörfum. Fyrir aldamótin stóð valið á milli raunsærra efnislegra framfara og inni- haldsríks lífs. Annars vegar var um að ræða framleiðsluöflin og fjöldafram- leiddar neysluafurðir, hins vegar fínlegan flóttaheim, fenginn að láni frá ítölsku endurreisninni. Morris neitaði að velja og það er sú þrákelkni sem gerir hann merkilegan í dag á meðan hugmyndir þeirra sem dæmdu hann á ruslahauga sögunnar virðast óþarflega nauðhyggjulegar nú. Morris var ekki sérlega hrifinn af að þurfa að lifa af því að „taka til hjá yfirstéttinni". Aðaltekjulind hans var að hanna innanstokksmuni og stáss- stofur hjá heldra fólki. Með aldrinum varð hann æ fráhverfari skrauti og ofhlæði sem í flestum tilfellum var yfirfært beint frá franska og ítalska aðlinum. Mótleikur hans var að sækja til handmenntamanna samtímans, þeirrar alþýðulistar sem var orðin háþróuð í einfaldleik sínum, en var að verða undir í samkeppninni við fjöldaframleitt prjál. Hugmyndafræðilega fann hann samsvörun við handverkshefðina í látlausum og kjarnyrtum stíl Islendingasagnanna og ímyndinni af þjóðveldinu sem samfélagi frjálsra manna. Það var Morris ekki áhyggjuefni að nota yfirstéttina til að þróa ný gildi og til að færa handverkið í nútímaform. Aftur á móti hafði hann áhyggjur af því hve handverkið var kostnaðarsamt og þar með ekki á færi almennings að nota eða njóta. En á vissan hátt var það bara spurning um tíma. Morris var ekki á móti tækninni í sjálfri sér, vélar átti að nota þar sem það hentaði, einkum til að létta mönnum erfið og leiðinleg störf. Hann var hinsvegar harður á því að maðurinn mætti aldrei verða þræll vélanna. Agnes Heller og aðrir heimspekingar Búdapestskólans hafa gert skýran greinarmun á tvenns konar skilgreiningu á auði, eða ríkidæmi. Auður er annars vegar eign, hins vegar tileinkun. Ríkur maður getur átt fallegt mál- verk án þess að hafa forsendur til að njóta þess. Málverkið er þá ígildi ákveðinnar fjárhæðar eða stöðutákn. Forsenda þess að geta tileinkað sér málverkið er að vera ríkur af þörfum, þ.e. að hafa ræktað með sér mann- sæmandi frelsisskilning og fegurðarskyn. Samkvæmt þessum skilningi eru framfarir því ekki vöruflóðið í sjálfu sér heldur „tileinkunargeta“ þeirra sem í samfélaginu búa. Það sem gerir Morris framsækinn er að hann tekur mið af þörfunum og margbreytileika þeirra fremur en sjálfum vörunum. Hann sá engan tilgang í því að búa til lélegar vörur og enn síður ef það 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.