Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 58
Tímarit Máls og menningar
er eins og minningarbrotin sem birtast í bókinni séu á stöðugri hreyfingu í
leit að merkingu. En út af þessum eilífa hreyfanleika er Elskhuginn einmitt
nýsjálfsævisaga, ef ekki andævisaga.
Nýsöguhöfundar eru e.t.v. erfingjar Camus, en þeir eru ekki erfingjar
absúrdistanna. Fáránleikastefnan er vitund um að heimurinn sé gersneydd-
ur merkingu og að ekkert verði við því gert. En í vitund nútímamannsins
takast tvær hugmyndir á: annars vegar vitundin um þetta merkingarleysi,
og hins vegar sú hugmynd að merking eigi að vera til.
Nýsöguhöfundar eru e.t.v. erfingjar Camus, en þeir eru ekki erfingjar
absúrdistanna. Fáránleikastefnan er vitund um að heimurinn sé gersneydd-
ur merkingu og að ekkert verði við því gert. En í vitund nútímamannsins
takast tvær hugmyndir á: annars vegar vitundin um þetta merkingarleysi,
og hins vegar sú hugmynd að merking eigi að vera til.
Það má vera að engin merking sé í heiminum áður en ég kem í hann, en
e.t.v. verður merking til á eftir mér. Hlutverk mannsins á jörðunni er alls
ekki að finna einhverja merkingu sem þegar er í heiminum, heldur að skapa
merkingu, sem kannski verður til eftir hans daga. En rithöfundurinn þekkir
ekki sjálfur þessa merkingu. Að öllum líkindum mun hann aldrei þekkja
hana. Areiðanlega hafði Shakespeare ekki minnstu hugmynd um allt það
sem hann var að færa mannshuganum. Það er aldalangur lestur á verkum
hans sem hefur skapað merkingu, þ.e. mannlegan raunveruleika . . . sem
hefur skapað líf, held ég megi segja.
Nýsagan, og nýsjálfsævisagan einnig, hafa þennan sama metnað. „Ég skil
ekki hvað ég er að gera hér, en samt ætla ég að reyna að útskýra það fyrir
ykkur.“ Og auðvitað getur þessi viðleitni sýnst hjákátleg, eða mótsagna-
kennd, jafnvel hrokafull. Samt er þetta eina leiðin til að lifa, því ég er að
glíma samtímis við tvær hugmyndir sem stríða hvor gegn annarri. Annars
vegar að merking eigi að vera til og hins vegar að tilveran sé merkingarlaus.
Þið takið eftir því að fyrirlestur minn er að forminu til mjög í anda
Balzacs, þ.e. að ég hef fellt hann fullkomlega að rökhyggju háskólaborgara.
En samt veit ég að á sviði sem er dýpra og mikilvægara rennur Mekong
fljótið og brakið sem það flytur með sér; og að þetta skil ég alls ekki.
Þannig er ég ekki vitund sem er sátt við sjálfa sig hvorki í hinu forskilvit-
lega né í fáránleikanum. Eg er í senn vitund í anda Kants og vitund í anda
Husserls. Eg lifi samkvæmt þessari ómögulegu mótsögn.
Hér er komin ástæðan fyrir því að flestum lesendum þykir þægilegra að
sofna út frá lestri á skáldsögu eftir Balzac en á La Jalousie.
Torfi H. Tulinius þýddi
48