Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 59
Alain Robbe-Gillet Ströndin Þrjú börn ganga eftir sjávarbakka. Þau þokast áfram, hlið við hlið, leiðast. Þau eru hérumbil jafnstór, og eflaust einnig á sama aldri: um það bil tólf ára. Það í miðjunni er, samt, aðeins minna en hin. Fyrir utan þessi þrjú börn, er ströndin langa alauð. Þetta er all- breið sandræma, tilbreytingarlaus, jafn laus við stök björg og vatns- pytti, og hallaði vægt milli hins þverhnípta klettabeltis þar sem ekki virtist nein undankomuleið, og hafsins. Veðrið er fagurt. Sólin lýsir gula sandinn lóðréttri skjannabirtu. Ekki er ský á himni. Það er ekki heldur neinn vindur. Vatnið er blátt, kyrrt, vottar ekki fyrir öldu utan af opnu hafinu, enda þótt ströndin sé opin fyrir hafinu, allt út að sjóndeildarhringnum. En með reglulegu millibili þrútnar óvænt bylgja, ætíð hin sama, fædd nokkra metra frá ströndinni, og hnígur jafnharðan, alltaf á sama staðnum. Manni finnst þá ekki sem sjórinn nálgist, falli síðan frá; það er, þvert á móti, sem þessi hreyfing stæði öll kyrr. Þroti hafsins veldur fyrst að hjaðnar svolítið, nær sjávarbakkanum, og aldan dregst ögn undan, með skrunsi rennandi malar; síðan brestur hún og breiðir úr sér, mjólkurhvít, inn yfir brekkuna, en aðeins til að endurheimta svæðið sem tapaðist. Það er ekki nema rétt svo að öflugri reisn, hér og þar, nái að væta fáeina desimetra í viðbót. Og allt annað er að nýju grafkyrrt, hafið, slétt og blátt, sem stöðvast nákvæmlega á sama stað í sandinum gula á ströndinni, þar sem börnin þrjú ganga hlið við hlið. Þau eru ljóshærð, næstum með sama lit og sandurinn: hörundið aðeins dekkra, hárið aðeins ljósara. Þau eru öll klædd með sama hætti, í stuttbuxum og skyrtubol, hvort tveggja úr grófu upplituðu bláu efni. Þau ganga hlið við hlið, haldast í hendur, í beinni línu, samhliða sjónum og samhliða klettabeltinu, nærfellt í sömu fjarlægð frá hvoru tveggja, samt ögn nær sjónum. Sólin, í hádegisstað, skilur engan skugga eftir við fætur þeirra. ™m iv 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.