Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 70
Tímarit Máls og menningar Fyrir utan tímann og augnaráðið sem koma hér strax fram í fyrstu setningum bókarinnar, má í þessari lýsingu á fyrsta fundi þeirra Antons og Oldu sjá ástarsögu þeirra í hnotskurn. I öllum þeirra samskiptum er Alda að reigja sig til að reyna að ná upp til hans, þar til hún liggur kylliflöt og rís ekki upp aftur. Það fyrsta sem hún sér af Antoni er svört regnhlíf sem er skýrt fallískt tákn samtímis því sem hún verndar Öldu gegn flæði himinsins og felur í sér dauðann með hjúp sínum og svörtum lit. I samræmi við þetta má í myndmáli bókarinnar sjá mjög ákveðnar láréttar og lóðréttar línur sem í sífellu takast á, þar sem hið lárétta vísar til hins semíótíska og kven- lega og hið lóðrétta til symbólska kerfisins og karlveldisins. Það er ekki aðeins að Alda falli fyrir hinu lóðrétta, það hafnar henni einnig. Þegar Anton yfirgefur Öldu er hann ekki aðeins að vísa ást hennar á bug heldur er hann einnig á táknrænan hátt að gera hana útlæga úr samfélaginu, og — eins og síðar kemur á daginn — lífinu sjálfu. Af þessari margföldu höfnun sprettur sagan. Skilyrðunum fyrir orðræðu ástarinnar er fullnægt og þráin leitast við að fá útrás í tungumálinu. Fjarvera, aðskilnaður og höfnun einkenna orðræðu Tímaþjófsins, en eins og Roland Barthes bendir á er þessi tegund af orðræðu ástarinnar sögulega séð orðræða konunnar. Það er karlmaðurinn sem yfirgefur hana og fer. Hún verður eftir og talar í síbylju við þann sem er farinn um fjarveru hans eins og hann sé nærstaddur.8 Þessi orðræða, sprottin úr að- skilnaði og þrá, nálgast oft hið semíótíska flæði í endurtekningum sínum og ofsa: Heyrði ég rétt? EITT STYKKI ÆVI ánþínánþínánþínánþínánþín? (71) Og: . . .get ég að því gert þótt ég elski þig meðan skósólarnir snerta jörð. Kondu kondu kondu kondu kondu kondu kondu kondukondukondu. (106) Annað áberandi einkenni á orðræðu Öldu í Tímaþjófnum, eins og raunar má einnig sjá af þessum dæmum, eru spurningar. En spurningar eru opið form og gera ráð fyrir samskiptum. Með þeim leita menn jafnt fyrir sér um ástæður og skýringar sem og vænta viðbragða. Alda spyr Anton, knýr hann til samskipta og svara, og þar með nærveru.9 Þó er þetta orðræða ýtrustu einsemdar og hún fer fram í algerri innilokun og þögn, og það tvöfaldri. Annars vegar í eintali hennar eigin huga og hins vegar þöglum orðum (þ.e.a.s. ljóðum, dagbókarslitrum og bréfum) sem hún setur saman handa Antoni eða jafnvel skrifar honum, en honum virðast hvorki send né 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.