Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 74
Tímarit Máls og menningar fyrir lengsta dag ársins stendur hún ein við gluggann heima hjá sér og horfir á sólarupprásina. I myndrænni lýsingu á hugarástandi hennar talar hún til Antons og finnur það sem hann sagði ekki en hún þráði að heyra í þögninni og tónlistinni innra með sér: „Söngurinn samasem ósögð orð þín“ (80). I þögulli spurningu til Antons síðar setur hún svipað jafnaðar- merki milli lífs og tungumáls, þar sem hvorugt fær að njóta sín vegna þvingunar formsins og skorts á skáldskap: Ástin mín, það er dálítið sem mig langar að henda reiður á. Eg hef svo oft spurt mig: Er það ekki skortur á hugmyndaflugi sem eyðileggur líf fólksins? Er ekki lífi okkar lifað í röngu formi? Þyrfti það ekki að vera ljóð til að geta verið nokkurt líf? Ástaljóð, heilræðavísur, sonnettur, tækifærisvísur, ljóðaljóð? (157) Það er í skáldlegu máli bókarinnar sem hugmyndaflugið og tilfinning- arnar fá útrás, í tveggja heima sýn þar sem alls staðar togast á þær grund- vallarandstæður sem Julia Kristeva kennir við líkama móðurinnar og lög- mál föðurins. Lögmáli föðurins heyra m.a. til augnaráðið og tíminn, en einnig það lóðétta og reista. Líkama móðurinnar tilheyra snertingin, felnrn- ar, víman, það lárétta og liggjandi, auk tveggja mest áberandi mynda bók- arinnar sem eru rúmið og gröfin. Milli þessara skauta ferðast og flæðir Alda í leit sinni að sjálfsmynd, um leið og hún leitast árangurslaust við að sætta þau. Symbíósan við karlmanninn Leitin að öruggum og vísum samastað í tilverunni, og um leið að eigin sjálfsmynd, er það afl sem knýr áfram texta Tímaþjófsins jafnt sem allar hugsanir og gerðir persónunnar Oldu. Þetta kemur greinilega fram í einu af aðalminnum sögunnar sem er ferðalagið. Á táknrænan hátt býr Alda í flæðarmáli, í húsi í Skjólunum, sem í ljósi kenninga Juliu Kristevu má líta á sem eins konar móðurlíkama. Frá þessu húsi gerir Alda út hvern leiðang- urinn á fætur öðrum, ferðast heimshornanna á milli, en án þess að finna það sem hún er að leita að: Ég finn það svo vel í París að ég á ekki heima á íslandi, ég á heima hér og í London, New York. Ég er alls ekki íslensk. Ég veit kannski ekki alminlega hvað ég er, en fráleitt íslensk. (98) Það er athyglisvert að hún getur aðeins skilgreint sig neikvætt, veit hvað 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.