Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 74
Tímarit Máls og menningar
fyrir lengsta dag ársins stendur hún ein við gluggann heima hjá sér og
horfir á sólarupprásina. I myndrænni lýsingu á hugarástandi hennar talar
hún til Antons og finnur það sem hann sagði ekki en hún þráði að heyra í
þögninni og tónlistinni innra með sér: „Söngurinn samasem ósögð orð
þín“ (80). I þögulli spurningu til Antons síðar setur hún svipað jafnaðar-
merki milli lífs og tungumáls, þar sem hvorugt fær að njóta sín vegna
þvingunar formsins og skorts á skáldskap:
Ástin mín,
það er dálítið sem mig langar að henda reiður á. Eg hef svo oft spurt mig: Er
það ekki skortur á hugmyndaflugi sem eyðileggur líf fólksins? Er ekki lífi
okkar lifað í röngu formi? Þyrfti það ekki að vera ljóð til að geta verið
nokkurt líf? Ástaljóð, heilræðavísur, sonnettur, tækifærisvísur, ljóðaljóð?
(157)
Það er í skáldlegu máli bókarinnar sem hugmyndaflugið og tilfinning-
arnar fá útrás, í tveggja heima sýn þar sem alls staðar togast á þær grund-
vallarandstæður sem Julia Kristeva kennir við líkama móðurinnar og lög-
mál föðurins. Lögmáli föðurins heyra m.a. til augnaráðið og tíminn, en
einnig það lóðétta og reista. Líkama móðurinnar tilheyra snertingin, felnrn-
ar, víman, það lárétta og liggjandi, auk tveggja mest áberandi mynda bók-
arinnar sem eru rúmið og gröfin. Milli þessara skauta ferðast og flæðir Alda
í leit sinni að sjálfsmynd, um leið og hún leitast árangurslaust við að sætta
þau.
Symbíósan við karlmanninn
Leitin að öruggum og vísum samastað í tilverunni, og um leið að eigin
sjálfsmynd, er það afl sem knýr áfram texta Tímaþjófsins jafnt sem allar
hugsanir og gerðir persónunnar Oldu. Þetta kemur greinilega fram í einu af
aðalminnum sögunnar sem er ferðalagið. Á táknrænan hátt býr Alda í
flæðarmáli, í húsi í Skjólunum, sem í ljósi kenninga Juliu Kristevu má líta á
sem eins konar móðurlíkama. Frá þessu húsi gerir Alda út hvern leiðang-
urinn á fætur öðrum, ferðast heimshornanna á milli, en án þess að finna
það sem hún er að leita að:
Ég finn það svo vel í París að ég á ekki heima á íslandi, ég á heima hér og í
London, New York. Ég er alls ekki íslensk. Ég veit kannski ekki alminlega
hvað ég er, en fráleitt íslensk. (98)
Það er athyglisvert að hún getur aðeins skilgreint sig neikvætt, veit hvað
64