Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 77
Dœmd til að hrekjast
Þessi staður kemur mikið við sögu bæði sem viðkomustaður hennar á
ferð um bæinn og sá áfangastaður sem förinni er heitið til:
Enginn getur ímyndað sér öryggið í að eiga frátekinn stað undir grænni
torfu. . . Það er höfuðnauðsyn manneskju einsog mér að vita nákvæmlega
hvar ferðalagið á að enda. (14-15)
Karlmaðurinn sem áfangastaður og gröfin sem áfangastaður renna þann-
ig saman í eina mynd. Gröfin reynist líka sá eini staður sem hún hefur að
fara á eftir að symbíósan við karlmanninn hefur brugðist.
Lárétt á leiði
Mjög athyglisvert er að sjá hvernig þessar myndir staða, samruna og snert-
ingar tengjast ýmist láréttum eða lóðréttum línum. Gröfin er ekki einungis
lárétt, heldur einnig myrk, hulin og neðanjarðar. Andstæða hennar er him-
inninn og það sem gengur upprétt og ofanjarðar. I lýsingunni á Oldu og
sambandi þeirra Antons eru þessar línur sífellt að togast á. Það er einmitt í
kirkjugarðinum sem þau Alda og Anton hittast í fyrsta sinn ein, og er
lýsingin á þessum fundi þeirra mjög táknræn fyrir það sem síðar verður.
Alda heldur að hún sé ein og hefur lagt sig á leiði:
Lognið og kyrrðin í heimi legsteinanna færist yfir mig. Mér rennur í
brjóst með laufin við vanga. Hrekk svo upp við eitthvert þrusk, en ég sé ekki
neinn. Vonandi fer enginn að ganga fram á mig lárétta á leiði. . . (16)
Hún er ekki fyrr staðin upp „en bláeygði samkennarinn frá því á skóla-
setningu birtist í kirkjugarðshliðinu“ (16):
Hann stendur kjur og ég geng rólega til hans. I dag minnir hann hvorki á
ylfing né bangsa. Maðurinn er stórglæsilegur og ekkert annað, herðabreiður í
kolsvartri peysu. (16)
Hann verður ekki einungis til að vekja hana úr mókinu, þar sem hún
liggur í algjörum samruna við jörðina og náttúruna, hann fær hana einnig
til að rísa á fætur. Um leið er hann persónugerður sem einhvers konar
blanda af dauðanum og drottni. Hann stendur í kirkjugarðshliðinu í kol-
svartri peysu og með birtu „úr himneskum augum“ (16), og hún gengur
honum á vald. Hann reisir hana upp frá dauðum til þess eins að hún geti
fallið fyrir honum, og það gerir hún líka fyrr en varir. Það er á kennara-
stofunni þennan sama dag þegar hann tekur í höndina á henni „formlegur"
67