Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar líkir göngunni við „sund/í gróðri á botni jarðar" (30). Einnig þessi mynd tengist móki og um leið huggun sem fylgir óminni, því „eftir klukkutíma gang um botngróðurinn eftir hálftíma dvala í haustsól hefur ekkert komið fyrir og aldrei neitt verið að“ (31). A sínum veglausu ferðalögum í útlöndum ferðast Alda fyrst og fremst á milli rúma, þar sem hún liggur undir sæng, drekkur sig í vímu og talar þagnartal sitt við Anton. Einnig þar skiptir snertingin máli og hún kaupir sér gæludýr til að hafa uppi í hjá sér, bangsa í fullri líkamsstærð með „stjörnublá augu og æðardúnfeld" (122) sem hún hefur séð í búðarglugga og minnir hana á Anton. Það er ekki einungis á hótelum og ferðalögum sem hún liggur í rúminu. Hún gerir það líka heima hjá sér, þar sem rúmið gegnir miklu hlutverki sem eins konar miðstöð og innsti kjarni hússins (móðurlíf þess?). Þetta er ættarrúm úr smíðajárni og það húsgagn sem mest kemur við sögu. Alltaf þegar eitthvað bjátar á er hún komin upp í þetta rúm „undir dúnsæng og damask" (59). Þangað fer hún eftir að hafa fengið fréttina um dauða Stein- dórs: Ég gjöri svo vel að hátta mig upp í rúm þegar heim kemur. Tvær flöskur af vodka í náttborðinu, stór vatnskanna og eitt glas. Hér verð ég um helgina. (25) Og á eins árs afmæli aðskilnaðar þeirra Antons leggur hún sig „um miðjan dag/ í tvíbreiða rúmið/ þarsem enginn var sælli“ (89).14 Um leið markar það upphaf hennar og endi. I því er hún getin, og í því kýs hún að deyja: „Það er fagnaðarefni að allar leiðir liggja um stað upphafsins.“ (42) Þannig verður rúmið, sem hún er sífellt að flýja til, að vísum samastað, en um leið þeim sama og gröfin. Grafreiturinn og rúmið eru einnig sýndar sem hliðstæður að öðru leyti. Hvorttveggja tilheyrir ættinni, og smíðajárn rúmsins minnir á grindverk um gömul leiði. Þegar systirin Alma kemur dauðvona heim af sjúkrahúsinu býður Alda henni að sofa uppi í hjá sér: Henni er velkomið að sofa í víðáttubólinu í nótt. Bólinu sem við skriðum uppí þegar við vorum litlar og hræddar í myrkrinu. Það er svo stórt að við komumst fyrir öll fjögur: Pabbi, mamma, Alda, Alma. Hún kúrði til fóta hjá mömmu og ég við hálsakot pabba. (126) Þessi mynd af symbíósu fjölskyldunnar í ættarrúminu stóra kallast á við mynd þeirra í grafreitnum þar sem þau verða að lokum öll saman komin. Þannig er rúmið og gröfin sama myndin, tveir láréttir samastaðir, þeir einu sem Oldu eru búnir. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.