Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 86
Tímarit Máls og menningar leg. Þegar allt var farið í hund og kött og kærastarnir horfnir ef einhverjir voru og jafnvel búnir að svíkja mig og Sigga og Alma farnar að skamma mig fyrir lauslæti með léttu fussi þá leit ég í spegilinn og sjá: það var harla gott. Því andlitið á mér var ekki aðeins fallegt, heldur einnig innihaldsríkt og ég vissi að ég hafði dásamlega verkan á aðra. Það vildu mig allir. . . Nú ef einhver var dauður eða ég hafði orðið fyrir auðmýkingum. . . þá leit ég aftur í spegil og ég málaði mig fagurlega og ég tyllti hárinu í hnút og ég fór í svarta taftkjólinn og sjá, það var ekki síðra. (168) Með þessari grótesku vísun í sköpunarsöguna er Oldu ekki aðeins líkt við skaparann heldur einnig sköpunarverkið sjálft. Þannig varpar textinn oft krítísku ljósi á vitund og gerðir persónunnar Öldu, um leið og hann dáist að henni og finnst hún sniðug. Talið verður tvíbent, hrós og háð um leið. Markmið Öldu er að aðrir, þ.e. karlmenn, vilji hana, og hún sér sig aðeins sem kynferðislegt viðfang. Það úir og grúir af slíkum lýsingum í sögunni, sem í senn lýsa óskhyggju og þráhyggju: Allir eru vitlausir í Öldu. A ferðalagi í París röltir hún um Sorbonne til þess eins að „láta strákana dást að löppunum" á sér „fram í myrkur" (99): Mér finnst ég flottari en þær frönsku. Það er meiri súbstans í mér. Mér skilst á vegfarendum hér að ég sé afskaplega girnileg. . . Menn hafa mikið verið að snúa sér við á eftir mér þessa viku. (99-100) Það eru ekki aðeins þeir frönsku sem líta hana girndarauga, heldur einnig þeir íslensku, sama hvar á landinu er. Um verslunarmannahelgi er Alda komin til Akureyrar, þar sem hún tekur sig út á barnum á Hótel Kea í sínum „aðskorna eleganta jerseykjól" (93). Frá þeim landshluta reynist þetta eitt í frásögur færandi: Þeir þyrptust að mér einsog flugur. Óskaplega voru þetta luralegir menn sem ætluðu upp á mig í kvöld. (93) Ytrasta afleiðing gláps er nauðgun, og einnig hana ætlar Alda að gangast undir: „Hvaða máli skiptir mig eitt tippi til eða frá?“ (100). Um leið má sjá þetta sem gróteska yfirlýsingu: Það er enginn munur á karlmönnum þegar til kemur. Allir eru þeir í rauninni nauðgarar. Samt sem áður sér hún dauðann fyrir sér sem kynferðislegt ofbeldi, eins konar nauðgun. Hann kemur til þeirra beggja, Ölmu og Öldu, í líki karl- manns, og hann m.a.s. klípur eins og Anton. Þannig lýsir hún dauða Ölmu: 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.