Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 107
Kalsavor hann með slíkum ógnarþunga að þær kæfðu í fæðingu þá flóttaþrá sem þær höfðu þó kveikt með honum. Hann varð að loka augunum aftur. Skipun sem hann vissi ekki hvaðan kom þrýsti honum af afli upp að baki bekkjarins, líkt og hönd sem þrýstir af þunga á bringspalir manns, og honum leið eins og barni, langaði til að fara að skæla. Honum fannst margþættur hávaðinn umhverfis hann vera óþarflega flókinn: allt í kring gekk til og frá, æpti, ískraði, skransaði, flautaði rámt út í rykmökkinn, rápandi í blindni að markmiði sem það hafði ekki sett sér, sem það vissi ekki hvert var og myndi því aldrei ná. Húsaröðin sem hann sá grilla í á vinstri hönd þokaðist líka til, hreyfanleg umgjörð endalausra atburða. Múrsteinar og þök með sömu bláu slikjunni, útblástursloft, þokumóða í fjarska, ekkert virtist geta stöðvað þessar eilífu hræringar umhverfis hann þar sem hann lá á bekknum hreyfing- arlaus, tilgangslaus. Hann reyndi að leiða hjá eyrum sínum hvernig vindurinn lamdi dagblaðarekkum upp að skúr blaðasalans, rétt eins og vindurinn væri að reyna að minna hann á víðáttur, ókunnar borgir, skóglendi sem hann myndi aldrei kanna. Hvert högg var eins og háðsglósa, ofanígjöf, frekjuleg krafa sem hann var ekki lengur fær um að uppfylla. Hann kreisti aftur augun og kreppti hnefana í frakkavös- unum: malið í kyrrstæðum bílum við gatnamótin sem síðan spændu af stað og skildu eftir sig stæka gúmmílykt; skrölt í steypuhrærivél; skerandi væl í sírenu á sjúkrabíl. Hann opnaði augun aftur, sjúkrabíll- inn hafði hægt á sér skammt frá honum og innan við rúðuna sá hann grilla í þrútið andlit, bólgin augu, tannlausan munn. Tómas kastaði sér afturábak, sleginn hljóðri flóttaþrá og örvæntingu sem flæddi um fætur hans. Hann varð samt rólegri. A bekknum skammt frá honum höfðu tvær dúfur tyllt sér og kurruðu lágt. Allt rann til og frá, ekkert var kyrrt, en handan við höggið af óhljóðum heimsins, handan við hina miskunnarlausu samkeppni þeirra, mátti ef til vill sjá glitta í einhvers konar skipulag eða reglu. Ef grannt var skoðað, voru borgar- hljóðin misjafnlega há, löng og tíð og áttu hvert um sig við eitthvað sem var gert eða fært til og vel var hægt að hafa áhuga á þessu án þess að vera beinn þátttakandi, eins var jafnvel hægt að greina hljóðin, skilja þau með því að athuga hvernig þau runnu saman í hljómmikla heild sem ef til vill var ekki eins andstyggileg og honum hafði virst í fyrstu. Það var jafnvel eitthvað skemmtilegt við þau sem gaman væri að taka þátt í, ef kraftarnir leyfðu. ™m vii 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.