Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 117
Að vera tvíkynja og deyja aldrei Flaubert og Sartre. Þeir lýstu sjálfsblekkingunni og draumórunum á snilldar- legan hátt. Eg tel mig sem sagt vera á svipaðri línu og þeir. Reyni að velta fyrir mér frelsinu og ábyrgð mannsins gagnvart sjálfum sér og öðrum. Skoða hvers vegna fólk kennir kringumstæðunum um allt sem miður fer: ég bý úti í sveit, ég er gift(ur), ég hef svo mikið að gera að ég næ ekki að sinna hugðarefnum mínum, ritstörfunum. Þetta er í raun þungamiðja bókarinnar Skuggi af lífi. F. R.: Persónurnar eru stundum meðvitaðar um klemmuna, það er eins og rofni gat á sjálfsblekkingarvefinn. A einum stað segir Pierre við Laure: „Stundum hugsa ég með mér, hvað ég sé eiginlega. Eg er hræddur um að ég sé maður með áform, eða öllu heldur maður sem hefur verið með áform. D. S.: Þessi kafli er einn þeirra þar sem Pierre fær einhvers konar upp- ljómun. Hann er með áform: hann getur ímyndað sér að hann hrindi þeim í framkvæmd einn góðan veðurdag. Hann hefur verið með áform: það er hálfu verra, því þeim verður ekki hrint í framkvæmd úr þessu. Hann veit að ekkert verður úr neinu. F. R.: Það er nú ekki beint bjart yfir þessu. D. S.: Ef til vill hljómar þetta drungalega, þetta er mín aðferð til að yfirstíga óttann við hið daglega líf. Eg óttast hversdagsleikann. Eg óttast tilveruna þar sem daglega lífið, áhyggjurnar, tíminn sem líður, borgin og annað hrindir okkur fram af hengiflugi dauðans án þess að við höfum notið þeirra tækifæra sem lífið býður uppá. Ég vil ekki að fólk sé þrælar vanans, en því miður er það skuggalega algengt. Daglega bjóðast okkur tækifæri til að breyta hlutunum, vandinn er bara að koma auga á og grípa þau. I Skugga af lífi greini ég frá því hvernig hvorki Pierre né Laure grípa tækifærið. Þau lifa og hrærast í þeirri rómantísku blekkingu að ástin leysi allt af sjálfu sér. Með rómantísku blekkingunni á ég við: ég lifi fábrotnu lífi, ég virði viðteknar venjur, en þegar ástin grípur mig halda mér engin bönd, ég verð alfrjáls. Ef til vill er þetta blekking blekkinganna. F. R.: En Laure sér líka stundum í gegnum blekkinguna: „Hún sá grilla í heim sem henni kom mjög á óvart: heim þar sem karlar voru konum háðir, konur höfðu undravert vald yfir þeim; þær gerðu þá (eða þeir sig) ófæra um að sjá um daglegar þarfir sínar: sjá sér farborða, klæða sig, halda sér á lífi; þannig virtust þeir kaupa sér (falskt) frelsi: frelsi karlmannsins til að leika lausum hala þefandi og sleikjandi hér og þar eins og hundur á daginn. En skila sér svo heim að kvöldi." D. S.: ÞarnarennurljósuppfyrirLaureogþaðfýkuríhana. Oftþegarvið uppgötvum eitthvað neikvætt, blásum við það upp og alhæfum það. Á þessari stundu lítur Laure á heiminn eins og kerfi þar sem karlmenn kaupa sér frelsi með því að koma heim að kvöldi, en ef til vill liggur þarna fleira að baki. Ef til vill er hún að uppgötva hvernig einkvæni á Vesturlöndum gengur fyrir sig: 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.