Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 117
Að vera tvíkynja og deyja aldrei
Flaubert og Sartre. Þeir lýstu sjálfsblekkingunni og draumórunum á snilldar-
legan hátt. Eg tel mig sem sagt vera á svipaðri línu og þeir. Reyni að velta fyrir
mér frelsinu og ábyrgð mannsins gagnvart sjálfum sér og öðrum. Skoða hvers
vegna fólk kennir kringumstæðunum um allt sem miður fer: ég bý úti í sveit,
ég er gift(ur), ég hef svo mikið að gera að ég næ ekki að sinna hugðarefnum
mínum, ritstörfunum. Þetta er í raun þungamiðja bókarinnar Skuggi af lífi.
F. R.: Persónurnar eru stundum meðvitaðar um klemmuna, það er eins og
rofni gat á sjálfsblekkingarvefinn. A einum stað segir Pierre við Laure:
„Stundum hugsa ég með mér, hvað ég sé eiginlega. Eg er hræddur um að ég sé
maður með áform, eða öllu heldur maður sem hefur verið með áform.
D. S.: Þessi kafli er einn þeirra þar sem Pierre fær einhvers konar upp-
ljómun. Hann er með áform: hann getur ímyndað sér að hann hrindi þeim í
framkvæmd einn góðan veðurdag. Hann hefur verið með áform: það er hálfu
verra, því þeim verður ekki hrint í framkvæmd úr þessu. Hann veit að ekkert
verður úr neinu.
F. R.: Það er nú ekki beint bjart yfir þessu.
D. S.: Ef til vill hljómar þetta drungalega, þetta er mín aðferð til að
yfirstíga óttann við hið daglega líf. Eg óttast hversdagsleikann. Eg óttast
tilveruna þar sem daglega lífið, áhyggjurnar, tíminn sem líður, borgin og
annað hrindir okkur fram af hengiflugi dauðans án þess að við höfum notið
þeirra tækifæra sem lífið býður uppá. Ég vil ekki að fólk sé þrælar vanans, en
því miður er það skuggalega algengt. Daglega bjóðast okkur tækifæri til að
breyta hlutunum, vandinn er bara að koma auga á og grípa þau. I Skugga af
lífi greini ég frá því hvernig hvorki Pierre né Laure grípa tækifærið. Þau lifa og
hrærast í þeirri rómantísku blekkingu að ástin leysi allt af sjálfu sér. Með
rómantísku blekkingunni á ég við: ég lifi fábrotnu lífi, ég virði viðteknar
venjur, en þegar ástin grípur mig halda mér engin bönd, ég verð alfrjáls. Ef til
vill er þetta blekking blekkinganna.
F. R.: En Laure sér líka stundum í gegnum blekkinguna: „Hún sá grilla í
heim sem henni kom mjög á óvart: heim þar sem karlar voru konum háðir,
konur höfðu undravert vald yfir þeim; þær gerðu þá (eða þeir sig) ófæra um
að sjá um daglegar þarfir sínar: sjá sér farborða, klæða sig, halda sér á lífi;
þannig virtust þeir kaupa sér (falskt) frelsi: frelsi karlmannsins til að leika
lausum hala þefandi og sleikjandi hér og þar eins og hundur á daginn. En skila
sér svo heim að kvöldi."
D. S.: ÞarnarennurljósuppfyrirLaureogþaðfýkuríhana. Oftþegarvið
uppgötvum eitthvað neikvætt, blásum við það upp og alhæfum það. Á þessari
stundu lítur Laure á heiminn eins og kerfi þar sem karlmenn kaupa sér frelsi
með því að koma heim að kvöldi, en ef til vill liggur þarna fleira að baki. Ef til
vill er hún að uppgötva hvernig einkvæni á Vesturlöndum gengur fyrir sig:
107