Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 120
Umsagnir um bækur „í SKUGGSJÁM HEILANS HIMNAR GLITRA" Thor Vilhjálmsson: Grámosinn glóir Svart á hvítu, Reykjavík 1986 Blessunarlega sjaldan heyrist nú orðið sá söngur sem mjög var kyrjaður fyrir fáeinum áratugum og boðaði „dauða skáldsögunnar". Þvert á móti keppast bókmenntamenn við að benda á lífs- þrótt þessa forms sem er eiginlega ekk- ert form, og hefur sjaldan verið fjöl- breytilegra, rúmað margvíslegri bók- menntatilraunir en nú. Tékkneski útlaginn Milan Kundera er meðal þeirra sem lagt hafa áherslu á þýðingu skáldsögunnar fyrir nútímann í nýlegri bók (L’art du roman, París 1986). Hún er að hans dómi ekki hvað síst í því fólgin að skáldsagan er eitt hollasta andófið við sannleika valdsins, sannleika alræðisins. I heimi skáldsög- unnar er enginn einn sannleikur, heldur einkennist hann af því hve mannleg ör- lög eru margræð og afstæð; andi skáld- sögunnar snýst ávallt gegn einræðri túlkun valdsins á hlutskipti manna. Það er skemmtileg tilviljun að sam- tímis því að hugleiðingar Kundera birt- ust í Frakklandi, kom hér út skáldsaga sem hefur átt sinn drjúga þátt í að auka tiltrú íslensks bókmenntafólks á lífs- magn þessarar bókmenntagreinar, Grá- mosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. Hún fjallar einmitt um þetta þema, sannleika skáldskaparins andspænis sann- leika valdsins, margræðni mannlegra ör- laga. Og hlýtur innri spennu sína af því að valdsmaðurinn og skáldið eru sami maðurinn, Ásmundur sýslumaður sem þráir að verða heill og sameina skáld- skap og þjónustu við samfélagið. Verk Thors hefur verið kallað sögu- leg skáldsaga. Enginn vafi leikur á því að hér er fjallað um sögulega atburði. Málið sem Ásmundur sýslumaður verð- ur að dæma í minnir mjög á svonefnt Svalbarðs- eða Sólborgarmál, sem kom í hlut Einars Benediktssonar þegar hann var settur sýslumaður Þingeyinga vetur- inn 1892-1893 (í afleysingum fyrir föður sinn, Benedikt Sveinsson). Margir við- mælenda Björns Th. Björnssonar í bók- inni Seld norðurljós minnast þess að stúlkan sem Einar dæmdi fyrir blóð- skömm hafi fylgt honum síðan, og þá ekki síst vegna þess hve hún hljóðaði áður en hún tók inn eitur og fyrirfór sér. Ennfremur mun Svartármál það sem Ásmundur rifjar stundum upp (og sýnist höfundur styðjast þar við máls- skjöl) hliðstætt máli sem Benedikt Sveinsson réttaði í. Einar hafði rétt eins- og Ásmundur lifað litríku lífi í Kaup- mannahöfn áður, en líka legið þar veik- ur nær dauða en lífi, foreldrum Ás- mundar er lýst einsog foreldrum Einars, og fjölmargar beinar eða óbeinar tilvitn- anir í skáldskap Einars má finna í Grá- mosanum. En er þá Thor, módernistinn róttæki farinn að fást við þá bókmenntagrein 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.