Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 123
fullnustu, að lokum á hann ekki annað í sál sinni en það dýrslega öskur sem bók- inni lýkur á. Það eru fjölmargir aðrir þræðir ofnir í Grámosann en sá sem hér hefur verið dreginn fram og mér sýnist gildastur. Þar má finna snjalla persónusköpun (prest- urinn, vinnukonan Járnbrá og fleiri), áhrifarík samtöl (prests og Asmundar, en þó einkum í réttarhöldunum) og fjöl- margar sögur eru sagðar (af Þórði fylgd- armanni og fleirum) sem varpa ljósi á íslenskt samfélag og þjóðlíf undir lok 19. aldar. Stíllinn er sérlega fjölbreyttur: Les- andinn getur lesið ferðasögu Asmundar á dálítið háttstemmdu skáldamáli síðustu aldar, hann getur lesið um Svartármálið á einkennilegu lagamáli, hann getur lesið lýsingar frá útlöndum sem um margt minna á fyrri verk Thors. Það skiptast á hægir kaflar ljóðrænir (Kvöld smalans) og kaflar fullir af ástríðu, hraða og spennu (systkinin í kirkjunni þar sem Sólveig kastar sér yfir bróður sinn, eða sjálfsmorðskaflinn). Auðvitað gengur það ekki allt jafn vel upp, t. d. þóttu mér við fyrsta lestur sumar lýsingar úr ferða- laginu helst til margorðar. A einum stað sýndist mér gæta ónákvæmni: Sagt er að Sólveig ali barnið að vori (í miðjum sauð- burði, bls. 242), en í kaflanum þar sem barnsburðinum er lýst eru allir sagðir vera við heyskap (bls. 232; þetta kynni þó að vera gert til að Ieggja áherslu á síðarnefnda kaflann sem skáldskap As- mundar). Slíkar aðfinnslur eru smávægilegar andspænis þessu verki sem víða grípur lesandann svo sterkum tökum, t. d. í lýs- ingunum á ástum systkinanna, fullum af ástríðu og hita. Thor er í skáldskap sínum sefjunarsinni, fremur en afhjúpunar, svo gripið sé til skemmtilegrar líkingar Guð- Umsagnir um bxkur mundar Andra úr nýlegu erindi. Sem er kannski bara nútímaleg útgáfa á grein- ingu Schillers milli bernsks skáldskapar og tilfinningaskáldskapar. Saga Thors er tilfinningaskáldskapur í bestu merkingu. Slíkur skáldskapur gengur nærri bæði höfundi og lesanda, og getur aldrei verið allra. Það kann að vera ástæðan fyrir því að mjög skiptist í tvö horn um hvort menn kunni að meta list Thors (eins er reyndar um ljóðlist Einars Benedikts- sonar). Hún krefst þess að lesandi gefi sig henni á vald vilji hann njóta bestu kosta hennar. En geri hann það, fær hann líka að finna „bragð hins göfga óspillta víns“, einsog Sverrir Kristjánsson komst eitt sinn að orði um annað verk Thors. Halldór Gudmundsson ÞRJÁR SYSTUR Guðrún Helgadóttir hefur nú lokið við þríleik sinn um systurnar í húsinu númer 2 sem hófst með bókinni Sitjiguðs englar árið 1983 (ritdómur um þá bók birtist hér í TMM 3 1984). Eitt af því sérkennilega við bókaflokkinn er að hver bók hefur sína aðalpersónu og í þessari fyrstu bók var það Heiða, elsta barnið í stóru fjöl- skyldunni. I miðbókinni, Saman í hring (Iðunn 1986), er það Lóa-Lóa með annað augað brúnt en hitt blátt, og í síðustu bókinni, Sœnginm yfir minni (Iðunn 1987), er það yngsta systirin, kölluð Abba hin til aðgreiningar frá ömmu, sem miðlar lesanda sýn á atburði. Þríleikurinn gerist í bæ einum og dreg- ur höfundur enga dul á líkindin með honum og fæðingarbæ sínum, Hafnar- firði. Fyrsta bókin gerist í miðri síðari heimsstyrjöld, frá hausti og fram yfir jól, önnur bókin frá vori tveim árum seinna TMM VIII 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.