Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 126
Tímarit Máls og menningar það fyrir lesanda sínum, þannig að það verði á einhvern hátt áhugavert? Að sleppa því alveg í sögunni er ótækt með öllu, vegna þess að venjulegt fólk er oftar en ekki bráðnauðsynlegur hlekkur í keðju hversdagslegra atburða; þar af leiðir að ef við sleppum því eyðileggjum við trúverðugleika sögunnar.“ Lóa-Lóa vill ekki að neitt haggist í lífi hennar, hún vill kyrrð og frið og er fegin að vera meðalmenni, það er hennar sér- kenni. Hún er hrein og bein og skilur ekki mótsagnirnar sem hún mætir í sí- fellu. Af hverju er mamma hrygg þegar strákarnir fara í sveitina þegar hún er dauðþreytt á þeim? Af hverju giftist fólk einhverjum sem það er óánægt með? Af hverju má hún ekki segja satt frá því sem hún hefur heyrt og séð? Að vera í friði í tíðindaleysi, það vill Lóa-Lóa, en fjarri er því að hún fái það í húsi þar sem allt er breytingum undir- orpið. Lóa-Lóa er mun yngri en Heiða í fyrstu bókinni og eðlilega á lægra stigi siðferðisþroska. Henni finnst ólíklegt að hún ráði örlögum sínum og lokar augun- um fyrir erfiðleikum eins lengi og hún getur. En hún er skynug stelpa og lærir að ekki er samajón og séra Jón: Lóa-Lóa hafði aldrei heyrt mömmu fagna því sérstaklega að einhver ætlaði að fara að eignast barn. Skrýtið, hugsaði hún. Því nú á Sólveig engan kærasta frekar en hún Gógó. Og mömmu hafði ekkert fundist gott við það að Gó- gó eignaðist hann Sammí litla. ... En kannski var betra að eiga dáinn kærasta en kærasta sem fór til Ameríku af því hann átti aðra konu þar. (Saman, 76-7) Lóa-Lóa uppgötvar í sögu sinni að sannleikur eins er ekki sannleikur annars, og henni sem finnst einfaldast að segja satt skilst að stundum verður maður að skrökva - jafnvel ljúga. Það er sár raun þessu barni að þykjast frammi fyrir Heiðu systur sinni sem hún lítur upp til eins og móður, en henni er eðlilegt að ganga til enda braut sem hún er lögð út á. Aldrei skal ég taka mark á full- orðnu fólki, hugsaði Lóa-Lóa. Hún horfði á mömmu og pabba og ömmu og Jóa, og þau voru öll eins og ekkert hefði gerst og voru farin að tala um eitthvað annað. ... Þetta var alveg rétt hjá mér, hugs- aði hún. Það er svo hræðilegt að láta alla taka svona mikið eftir sér. Þá er betra að skrökva barasta svo að maður fái að vera í friði (Sam- an, 140) Lóa-Lóa tekur út skyndilegan þroska við hörmulegan atburð - eins og Heiða í fyrstu bókinni, en það er hart að verða fullorðinn: „Um nóttina dreymdi hana að hún svæfi í ókunnu rúmi og sængin hennar var alveg óskaplega þung.“ (Sam- an, 134) Sólin var eftir í augunum Abba hin hefur verið hjartaknúsari allt frá fyrstu köflum fyrstu bókar þegar hún verður aðalpersóna í eigin sögu. Eins og Heiða kallar hún á átök og dramatík, með orku sinni þó fremur en tilfinning- um eins og Heiða. Heiða veit hvernig hlutirnir ættu að vera, Lóa-Lóa er ánægð með þá eins og þeir eru, Abba hin hefur afl þeirra hluta sem koma skulu. Hún horfir á heiminn og breytir honum..... maður getur séð allt öðruvísi en það er,“ segir hún við Lóu-Lóu: Heiða vill ekki trúa því og verður bara reið. Um daginn var hún að rífast yfir því að húsið væri aldrei málað. Þá horfði ég bara á það og 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.