Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 132
Tímarit Máls og menningar þetta efni; árið 1987 komu út aðrar tvær, auk þess sem haldin var ráðstefna í Reykjavík um verk hans og Bergljót Kristjánsdóttir varði doktorsritgerð um Gerplu í Austur-Þýskalandi. Laxness- fræðingar hafa um nóg að skrifa þótt prentmál um verk Halldórs nemi nú þúsundum blaðsíðna. Mér telst til að bækur um Halldór og verk hans séu orðnar nokkuð á þriðja tug. I einni af hinum nýju bókum um verk Halldórs er sjónum beint að af- stöðu hans til Sovétríkjanna og ferðum hans þangað. Hér er átt við bók Sig- urðar Hróarssonar, „Eina jörd veit ég eystra.“ Halldór Laxness og Sovétríkin (AB 1986, 202 bls.). Bók þessi mun upprunalega vera ritgerð til kandídats- próf í íslensku við Háskóla Islands. Heimildirnar sem höfundur byggir á eru umfram allt ritgerðasöfn Halldórs, en einnig nokkrar af þeim greinum hans sem aðeins hafa birst í blöðum eða tímaritum og að auki nokkur verk um sögu og stjórnmál. I því sem snertir sögu Sovétríkjanna styðst Sigurður meðal annars við þekkt rit eftir Carr og Deutscher en Þór Whitehead að því er varðar sögu íslenska Kommúnista- flokksins. Þá er fyrri skrifum um skáld- ið nokkur gaumur gefinn. En höfuð- heimildir eru bækur Halldórs og þá einkum Alþýðubókin, í Austurvegi, Gerska æfintýrið, Vettvangur dagsins og Skáldatími. Sagan sem þessar bækur birta er sviptingamikil og hefur sögulega þýð- ingu. Halldór Laxness gekk fram fyrir skjöldu og vegsamaði Sovétríkin með yfirburða stílfimi sinni, og tryggð hans við þau var mikil. Hann batt vonir við þjóðfélagshætti Sovétmanna, og hann sá í þeim vörn gegn villimennsku fasism- ans. Um síðir sneri hann þó baki við stjórnvöldum og stjórnarháttum Aust- urevrópumanna. Það var eftir að illvirki Stalíns urðu lýðum ljós og eftir að Sov- étmenn réðust á Ungverja árið 1956. Þá sneri hann við blaðinu, og í Skáldatíma er að finna uppgjör hans við fyrra við- horf sitt. Skáldatími er meðal snjöllustu bóka Halldórs. Lesandanum er ljóst að sinnaskiptin hljóta að hafa verið sárs- aukafull, en höfundurinn tekur þó á málinu með hæfilegri kaldhæðni. Afstaða Halldórs til Sovétríkjanna er áhugaverð af mörgum ástæðum. Hún skiptir að sjálfsögðu máli í sambandi við ævi og skáldskap hans sjálfs en auk þess varpar hún bæði ljósi á íslenska stjórn- málasögu og á mannkynssögu þeirrar aldar sem senn er öll. Hughyggjutal Sigurður Hróarsson skiptir bók sinni í fimm meginkafla og rekur efnið í tíma- röð. 1 höfuðatriðum má segja að hann endursegi og rökræði greinar Halldórs sem tengjast Sovétríkjunum hverja á fætur annarri. Fyrsti kaflinn er lang- lengstur, og nefnist hann „Berjandisk og bölvandisk". — Tímabilið 1930-33. í kaflanum er reyndar farið nokkuð út fyrir þann tímaramma sem titillinn kveður á um því hér er m. a. fjallað um Alþýðubókina (1929) og rússnesku byltinguna. Umræðan um Kómintern og upphaf íslensku kommúnistahreyf- ingarinnar varðar einnig að nokkru tím- ann fyrir 1930, og er von að höfundur fari út fyrir þessi þröngu tímamörk þar sem kaflinn er að nokkru leyti eins kon- ar inngangur að bókinni. í þessum kafla minnist höfundur á fyrstu kynni Halldórs Laxness af sósíal- isma og segir svo í neðanmálsgrein: „Sjálfur hef ég kannað þetta ítarlega - þ. e. fyrstu kynni Halldórs af sósíal- 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.