Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 140
Tímarit Máls og menningar samdóma fyrra viðhorfi, fremur en aðkomnar fregnir eða skrif (fræði) annarra (101). Þannig hafi reynslan af Evrópu eftir- stríðsáranna gert hann að bölsýnis- manni, reynsla hans af eymd íslenskrar alþýðu á ferðalagi hans um Iandið árið 1926 hafi opnað augu hans fyrir sósíal- isma, reynslan í Bandaríkjunum hafi staðfest trú hans á kommúnisma. Frá þessari reglu segir Sigurður þó mikil- væga undantekningu: ferðin til Sovét- ríkjanna árið 1937-38 hafi sannfært hann um ágæti sósíalismans í fram- kvæmd í stað þess að sannfæra hann um hið gagnstæða; þetta kallar Sigurður margfræga og skemmtilega þversögn (Í02). Við þetta hef ég eftirfarandi að at- huga: ekki er víst að bein reynsla Hall- dórs hafi haft meiri þýðingu en bóklest- ur hans þegar hann gerðist bölsýnn og síðan kaþólskur á þriðja áratugnum. Ef marka má rannsóknir fræðimanna (Pet- er Hallberg 1954, Halldór Guðmunds- son 1987) virðist lestur skáldsins hafa haft úrslitaþýðingu. I annan stað má geta þess að Halldór hefur sagst hafa orðið sósíalisti í Ameríku (af því sem hann sá þar), og vitnar Sigurður til þeirra orða framar (40; sbr. 14 og 16). Að vísu opnuðust augu Halldórs eflaust fyrir sósíalisma fyrr; en ekki er rökstutt að það hafi fremur verið vegna ferðalaga en bóklesturs. Þá er ekki sannað að hann hafi sannfærst um ágæti sósíalism- ans í framkvæmd árið 1938 þótt hann hafi skrifað Gerska æfintýrið og rekið áróður fyrir málstað Sovétmanna. Eg sé enga þversögn í því máli, hvorki skemmtilega né leiðinlega. Og almennt vil ég bæta því við að það mun fjarska algengt, þegar menn skipta um skoðun, að frumorsakarinnar sé að leita í „skyn- reynslu" þeirra, og þá einkum í því sem þeir hafa heyrt og séð. Þar er Halldór engin undantekning. En þeir menn sem ekki taka mark á skynreynslu sinni eru á hálum ís. Um það hvort Halldór fari með rangt mál um Sovétríkin ber Sigurði Hróars- syni ekki saman við sjálfan sig. A bls. 81 segir hann: „Þessi síðari skýring er ein- mitt höfuðástæðan sem Halldór Lax- ness gefur á [svo] þögn sinni (og ósann- indum) um þessi réttarhöld og aðrar ógnir þessara svörtustu ára stalínism- ans.“ En á bls. 111 stendur: „Halldór lýgur ekki í Gerska æfintýrinu, hann lýgur ekki heldur í Skáldatíma [. . .]“. Spyrja má: er hægt að fara með ósann- indi án þess að ljúga? A líkan hátt þykja mér einkennileg þessi ummæli: „Ef til vill hefur Halldór einungis litið á sig sem áróðursmeistara - atkvæðasmalara, og viljað eftirláta flokknum allar nánari útfærslur" (91- 92). Hvorki er siðferðislega rétt né mál- fræðilega að kalla Halldór smalara. Hann tók án efa sjálfstæða afstöðu til þjóðmála ekki síður en aðrir menn og kannski raunar fremur en flestir. Mörg fleiri hæpin mál má finna í bókinni. Lokaorð hennar eru þessi: Aþreifanleg draumsýn hinna feg- urstu dyggða - birtingarmynd von- arinnar í landi öreiganna, er hins vegar löngu fallin; þar er Eyjólfur óhress að vanda, og einmana sárfætl- ingum vonarinnar fækkar frá degi til dags (177). Ekki skil ég hvað við er átt með löngu fallinni birtingarmynd vonarinnar (áþreifanlegri draumsýn) í landi öreig- anna. Var það Stalín eða fimm ára áætl- 130
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.