Gerðir kirkjuþings - 01.01.1985, Qupperneq 61
54
Myndmál Nýja testamentisins um skirnina er fjölskrúðugt.
Aó nokkru leyti byggist þaó á vitnisburói Gt., en markmió
myndmálsins er aó benda á Krist. Fyrir skirnina öólast menn
hlutdeild i dauða og upprisu Krists, sem innsiglar sáttar-
gjöróina milli Guós og manna. Þar meó er ný lifsstefna
mörkuó. Lífió öólast nýja merkingu og er Heilagur andi
gefinn skirnþegum til leiðsagnar á þeim nýja vegi, sem er
Kristur. Hió samfélagslega gildi skírnarinnar markast af
þessum veruleika og er um þaó notað táknmálið um innlimun á
líkama Krists, en líkami Krists er hlutstætt samfélag læri-
sveina Jesú Krists í sögunni, kirkjan, sem játar, Guði Föður
til dýróar, aó Jesús Kristur er Drottinn.
Þar er allt þetta veitist fyrir skírnina, er skírnin fyrst
og fremst gjöf. Jafnframt leiðir skírnin til vióbragða
vorra vió þeirri gjöf, en þau eru lif, sem hefur að markmiói
aó ummyndast til myndar Krists fyrir kraft Heilags anda.
Þessu lífi fylgir barátta, en í henni öólast menn æ nýja
reynslu af náóinni.
Þetta mikilsveróa, ríkulega myndmál um skirnina kallar
kirkjurnar til þess aó endurskoöa líferni sitt. Þar eö
skirnin bendir á sáttargjöró milli Guós og manna fyrir líf,
dauða og upprisu Jesú Krists og bendir sömuleióis til fram-
tiöar á nýrri jörð undir nýjum himni, veróur sundrungin á
líkama Krists óþolandi og á grundvelli kenningarinnar um
skirnina eru kirkjurnar knúóar til aó endurskoóa breytni
sina. Likt og Kristsatburöurinn er aðeins einn, svo er
skírnin aóeins ein til einingar í einni trú, einni von og
einum kærleika.
I þessari framsetningu finnum vér samræmi milli postullegrar
trúar og þess sem Limaskýrslan heldur fram. Vér finnum
einnig samræmi milli áhersluatrióa Limatextans og þess sem
játningarrit kirkju vorrar segja um skírnina, ekki síst
Fræöi Lúthers minni. Einnig þar er um skirnina talað sem
hlutdeild í dauöa og upprisu Jesú Krists, upphaf nýs lífs,
sem hefur aó markmiöi aó mótast til myndar Krists, og er því
líf, sem endurnýjandi kraftar hinnar nýju sköpunar verka í
fyrir Heilagan anda.
Um leið finnst oss ástæóa til aö benda á nauósyn þess aö
fjalla nánar um hlutverk orðs Guös í kristnilifinu og um
tengsl orós og skírnar. Skýrslan leggur áherslu á, að
kristnilifið sé barátta og talar um reynslu hinna skírðu af
náóinni i þeirri baráttu og jafnframt um, aö þroski í
kristnu trúarlifi sé heiminum sönnun þess, aó hann geti
frelsast. Vér viljum hnykkja á þessari áherslu og samtímis
benda á hlutverk orösins i þessari baráttu kristinna mannna.
Prédikun orðsins er til huggunar, áminningar og uppbygging-
ar. Kall Jesú til fylgdar er endurnýjaó i prédikuninni.
Prédikunin uppmálar Jesú Krist krossfestan sem hina algildu
sáttargjörð og endurnýjar köllunina um að taka upp kross
Krists i fótspor hans. Upprisan, sem i vændum er, verður
fyrst aö afloknum dauöa, en er ekki sjálfkrafa þróun frá
góðu til betra.