Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 179
Homi K. Bhabha
Tvístrun þjóðarinnar
Tími, firásögn og jaðar nútímaþjóðarinnar"
Homi K. Bhabha er fæddur í Bombay árið 1949 og skólaður í enskum og amer-
ískum bókmenntum í Bombay og Oxford. Hann vakti fyrst alþjóðaathygb í byrj-
un níunda áratugarins fyrir gagnrýna umfjöllun um víðírægt rit Edwards W.
Said, Orimtalism (1978).1 Bhabba var lengi kennari við háskólann í Sussex, en
hefur kennt við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum eftir að hann varð heimsþekktur
fyrir bækur sínar Nation and Narration (1990) og The Location ofCulture (1994).
Hann gegnir nú prófessorsstöðu í enskum og amerískum bókmenntum við Har-
vardháskóla og hefur nýlega tekið við forstöðu hugvísindastofhunar skólans.
Bhabha er gjaman kenndur við fræðasvið sem mótast hefur í hinum ensku-
mælandi heimi undir heitinu postcolonial studies og nefnt hefur verið efdrlendu-
firæði á íslensku. Ef ættfæra ætti þessi ff æði væri nærtækast að rekja rætur þeirra
til Saids sem öðrum fremur ruddi þeirri hugmynd braut að þekkingarffamleiðsl-
an um nýlendur evrópsku heimsveldanna á 19. og 20. öld hafi verið mótandi í
gagnvirkri sjálfsmyndarsköpun Vesturlanda og Þriðja heimsins. Bhabhá er með-
al þekktustu sporgöngumanna Saids og hefur ásamt Gayatri Spivak haft mikil
áhrif á þróun efdrlenduffæða með því að tefla saman póststrúktúrahsma og um-
fjöllun um aðstæður fólks sem segja má að búi á jaðri ráðandi orðræðna; í
nýlendunum, eftirlendunum og stórborgunum í fjölmenmngarlegum heimi.2
í minningu Paul Moritz Strimpel (1914-87): Pforzheim-Paris-Zurich-Ahmedabad-
Bombay-Milan-Lugano. Islensk þýðing birt með leyfi Taylor and Francis Group.
1 Homi K. Bhabha, „Difference, Discrimination and the Discourse of Colonialism.“
Politics ofTheory, ritstj. Francis Barker, Colchester: University of Essex, 1983, bls.
194-211.
2 Gayatri Chakravorty Spivak er einna þekktust fýrir umdeilda ritgerð „Can the Sub-
altem Speak?“ (í Marxism and the Interpretatim of Cidture, ritstj. Cary Nelson and
Lawrence Grossberg, Urbana and Chicago: University of Illinois Press, 1988, bls.
271-313). I henni leitar hún svara við spumingunni um hvemig ffæðimenn geti lát-
177