Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 182
HOMIK. BHABHA
Tími þjóðarmnar
Titill þessa kafla - DissemiNation eða þjóðartvístrun - á margt að þakka
visku og orðheppni Jacques Derrida, en þó meira minni eigin reynslu af
fólksflutningum. Eg hef upplifað þá stund þegar fólk tvístrast, sem á öðr-
um tímum og stöðum og hjá öðrum þjóðum verður stund þess þegar fólk
safhast saman. Utlagar og brottfluttir og flóttameim safhast saman, koma
saman á jaðri „framandi" menningar, safnast saman á landamærum, safli-
ast saman í gettóum eða á kaffihúsum miðborga, safnast saman í hálf-Hfi,
hálfrökkri framandi tungna eða í ókennilegri færni í tungumáli annarra,
safha saman táknum um samþykki, velþóknun, námsgráður, orðræður,
starfsgreinar, safha saman minningum um vanþróun, mn aðra heima sem
upplifaðir eru í minningunni, safha saman fortíðirmi með því að endur-
reisa hana í hefðum, safna saman nútíðinni. Brottfluttum er líka safinað
saman: Farandverkafólk, vinnuafl, þeir sem hafa verið kyrrsettir; tölum
um glæpi er safnað saman, upplýsingum um námsframmistöðu, lagalega
stöðu, stöðu sem innflytjendur og uppruna þeirrar einmanalegu veru
sem John Berger nefhdi sjöunda manninn.1 Ský safnast saman og fá pal-
estínska skáldið Mahmoud Darwish til að spyrja: „hvert eiga fuglarnir að
fljúga þegar síðasti himinninn er horfinn?“2
Mitt í þessum einmanalegu samfundum fólks sem hefur tvístrast, goð-
sögnum þeirra, draumum og reynslu, kemur einstaklega mikilvæg sögu-
leg staðreynd í ljós. Eric Hobsbawm3 hefur skrifað sögu vestrænnar
þjóðar nútíinans út frá sjónarhorni þjóðarjaðarins og útlagans á einarð-
ari hátt en nokkur annar höfundur yfirlitssögu. Um miðja mtjándu öld
rennur upp síðara mótunarskeið nútímaþjóðarinnar, en það er eimiig eitt
samfelldasta tímabil þjóðflutninga á Vesturlöndum og útþenslu nýlendna
í austri. Þjóðin fýllir upp í það tóm sem uppflosnuð samfélög og ættbálk-
ar skilja eftir sig, og snýr þeim missi í tungumál myndhverfingarinnar.
Myndhverfingin eins og sifjar orðsins „metaphore“ benda til, færir
merkingu þess að vera heima og tilheyra, eftir „miðleiðinni“ eða yfir
1 John Berger, A Seventb Man: A book of images and words about the experience ofmig-
rant workers in Europe, Harmondsworth: Penguin, 1975.
2 Tilvitnun í E. Said, After the Last Sky, London: Faber, 1986.
3 Eg hef í huga hina miklu sögu Erics Hobsbawm um „löngu nítjándu öldina“, sér-
staklega The Age of Capital 1848-1875, London: Weidenfeld & Nicolson, 1975 og
The Age ofEmpire 1875-1914, London: Weidenfeld & Nicolson, 1987. Sjá einkum
ýmsar frjóar hugmyndir um þjóðina og fólksflutninga í seinna bindinu, kafla 6.
l8o