Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 183
TVÍSTRUN ÞJÓÐARINNAR
miðevrópsku steppumar, yfir þær þarlægðir og menningarmismun sem
spanna ímyndað samfélag þjóðarinnar.
Orðræða þjóðemisip/ggrá er ekki meginviðfangseíni mitt. Að sumu
leyti stilli ég mér á móti þeirri sögulegu vissu og njörvaða eðli sem felst
í þessu hugtaki, og reyni að skrifa um hina vestrænu þjóð sem óskýra og
sínálæga leið til að upplifa staðbindingii menningarinnar. Þessi staðbind-
ing snýst meira í kringnm eðli samtímans en nm söguleg sannindi: líf sem
er flóknara en „samfélag“, táknrærma en „þjóðfélag“, merkingar-
þrungnara en „land“, ekki eins þjóðrækið og patrie, mælskara en rökin
fyrir ríkisvaldi, goðsagnakenndara en hugmyndafræði, ekki eins einsleitt
og forræði, íjær miðjunni en borgarinn, meiri hluti af heildinni en „ger-
andinn“, sálrænna en siðprýði, og blandaðra í framsetningu sinni á
menningarmismun og samsömun en svo að hægt sé að setja það upp í
stigveldi eða tvenndarkerfi félagslegra átaka.
Þótt ég líti svo á að þessi þjóðleiki sem menningin smíðar, sé ein teg-
und félagslegra og textalegra tengsla, þá neita ég því ekki að þessar kate-
góríur eigi sína sérstöku sögu og merkingu innan ólíkra pólitískra tungu-
mála. Það sem ég er að reyna að orða í þessum kafla eru þær flóknu
aðferðir við menningarlega samsömun og myndun orðræðuhátta sem
eru notaðar í nafni „fólksins“ eða „þjóðarinnar“ og gera hana að inn-
byggðum mælanda í fjölda félagslegra og bókmenntalegra frásagna. Sú
áhersla sem ég legg á tímalegu víddina sem þessar pólitísku heildir eru
skráðar í - en þær eru einnig kraftmikil uppspretta tákna og tilfinninga
sem snerta menningarlega sjálfsmynd - þjónar þeim tilgangi að setja til
hliðar þá söguhyggju sem hefur verið ráðandi í umræðunni um þjóðina
sem menningarlega stærð. Það beina jafngildi atburða og hugmynda sem
birtist í söguhyggjunni, vísar yfirleitt til þess að fólkið, þjóðin eða þjóð-
menningin sé empírísk félagseining eða ein menningarleg heild. Það ff á-
sagnarlega og sálfræðilega vald sem þjóðleikinn hefur hins vegar yfir
menningarlegri framleiðslu og póhtískri umræðu, er afurð þeirrar tví-
bendni sem bundin er „þjóðinni“ sem frásagnaraðferð. Sem tæki tákn-
ræns valds veldur hún stöðugu skriði flokka eins og kynferði, stéttar-
staða, ótti við landmissi eða „menningarlegur mismunur“ þegar þjóðin
er færð í letur. Þegar hugtök eru færð úr stað og endurtekin með þessum
hætti má sjá þjóðina sem mælikvarða á skil í menningarlegum nútíma.
Edward Said leitar eftir slíkri óhelgaðri túlkun þegar hann smíðar
hugtakið orðhneigð (e. wordliness) þar sem „tilfinningaleg sérstaða jafnt