Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 185
TVISTRUN ÞJOÐARTNNAR
þjóðar-fólkið á heima í rými sem er aldrei einfaldlega lárétt. Myndhverfð
hreyfing fólksins krefst ákveðinnar „tvöfeldni“ í skrifum, meðvitund um
tíma í framsemingunni þar sem hægt er að færa sig á milli menningar-
legra móta og félagslegra ferla án þess að nota miðlæg orsakarök. Og
slíkar hreyfingar í menningunni tvístra þeim einsleita, sýnilega tíma sem
ríkir í láréttu samfélagi. Ohelgað tungumál túlkunar verður að komast
handan við hið lárétta gagnrýna augnaráð ef við eigum að gefa „hinni
óraðbundnu orku sem býr í huglægninni og í sögulegu minni sem er
byggt á eigin reynslu“ það frásagnarlega vald sem hæfir henni. Við
þörftiumst annars tímalags í skrifum. sem getur skráð þau tvíbentu og
flóknu tengsl sem verða á krossgötum tíma og staðar þar sem hin flókna
‘nútíma’reynsla þjóðarinnar á Vesturlöndum verður tdl.
Hvernig skrifar maður nútímaleika þjóðarinnar í senn sem hversdags-
legan viðburð og þann sem veldur tímamótum? Tungumálið sem lýsir
því að tilheyra þjóð er hlaðið dæmisögum um afturhvarf til fyrri tíðar,
enda spyr Benedict Anderson: „Af hverju halda þjóðir upp á hvítar hær-
ur sínar, en ekki æskuljóma sinn?“8 Kall þjóðarinnar til að teljast nútíma-
leg, í þeim skilningi að hún sé sjálfstætt form eða æðsta form pólitískrar
skynsemi, er sérstaklega vafasamt ef við tileinkum okkur sjónarhorn eft-
irlendustefnunnar eins og Partha Chatterjee:
Þjóðernishyggja ... leitast við að setja sig ffarn í ímynd
Upplýsingarinnar og tekst það ekki. Því til að Upplýsingin sjálf
geti haldið á lofti yfirburðum sínum sem hið fullkomna algildi,
þarfhast hún Andstæðu sinnar. Ef hún gæti í raun og veru kom-
ið ffarn sem fullkomið algildi í veruleikanum, þá myndi hún
tortíma sjálfri sér.9
Slík hugmyndaffæðileg tvíbendni styður ágætlega þá þversagnarkenndu
ábendingu Gellners að hin sögulega nauðsyn á hugmyndinni um þjóð
stangist á við þau óvissu og tilviljunarkenndu tákn sem tjá tdlfinningalegt
líf þjóðmenningarinnar. Þjóðin er ef til vill dæmi um félagslega sam-
heldni í nútímanum, en
Þjóðernishyggja er ekki það sem hún sýnist og umfram allt ekki
það sem hún sýnist sjálfri sér ... Menningarlegar slitrar og bútar
8 B. Anderson, „Narrating the nation“, The Times Literary Supplement.
9 P. Chatterjee, Nationalist Thought and the Colonial World: A Derivative Discourse,
London: Zed, 1986, bls. 17.
183