Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 190
HOMIK. BHABHA
mjög hreyfanlegir og færðu sér í nyt nánasta umhverfi sitt út í
ystu æsar. Þeir gerðu árás snögglega og drógu sig svo hratt til
baka, notuðu runnana til að fanga óvini sína í orrahríð, börðust
aðeins þegar og þar sem þeim hentaði, treystu á áreiðanleg
njósnanet hjá þeim sem ekki höfðu strokið (bæði þrælum og
hvítum landnemum) og höfðu oft samskipti með hornablæstri.23
Bæði herramaðurinn og þrællinn, sem fóru ólíkar menningarlegar leiðir
að mjög ólíku sögulegu marki, sýna að kraftar sem búa í félagslegu valdi
og í niðurrifsstarfsemi eða mótþróa þrúgaðra hópa, geta birst í merking-
araðferðum sem hafa færst til eða jafhvel verið afiniðjaðar. Það kernur
ekki í veg fyrir að staða þeirra hvors um sig sé áhrifamikil í pólitískuin
skilningi þrátt fyrir að það bendi til að valdastöður geti í sjálfu sér verið
hluti af tvíbentu samsömunarferli. Beiting valds getur einmitt haft póli-
tísk áhrif svo og sálræn hughrif vegna þess að hún tekur á sig mynd gegn-
um orðræðuskil í menningunni, og það getur gefið víðara svigrúm fyrir
ýmis kænskubrögð og umleitanir.
Það er einmitt þegar við lesum á rnilli þessara markalína þjóðarrýmis-
ins að við getum séð hvernig hugmyndin um „fólkið“ birtist í ólíkum
orðræðum sem tvöföld frásagnarleg hreyfing. Fólkið er ekki einfaldlega
sögulegur viðburður eða hluti af þjóðrækinni ríkisheild. Það er líka flók-
in mælskufræðileg tilvísun til félagslegs veruleika. Krafa þess um að
standa fyrir eitthvað veldur kreppu í því hvernig merkingin og orðræð-
an mótast. Þar með höfum við svæði þar sem átök verða á milli hug-
mynda og líta verður á þjóðar-fólkið út frá tvöföldum tíma; fólkið er
sögulegt „viðfang“ þjóðernismótunar og orðræðan öðlast vald sem
byggt er á hinu fyrirframgefha eða útnefnda sögulega upphafi ífortíð-
inni. Fólkið er einnig „gerendur“ í merkingarferli þar sem þurrka verð-
ur út alla fyrri eða upprunalega tilvist þjóðar-fólksins til þess að sýna að
þær víðtæku, lifandi meginreglur sem fólkið fylgir, séu hluti samtímans,
tákn um nútíðina þar sem þjóðlífið er endurheimt og áréttað eins og í
tímgunarferli.
Þegar sjálf saga þjóðarinnar er sögð samsama vaxandi hópar þegna sig
ákveðinni skilgreiningu og því verður stöðugt að breyta snifsum, bútum
og tötrum hins daglega lífs í tákn um samhangandi þjóðmenningu. Þeg-
ar þjóðin er búin til sem ffásögn þá verður klofningur á milfi viðtökunn-
23 R. Price, Maroon Societies, tilvitnun í Baker, Modemism, bls. 77.