Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 195
TVÍSTRUN ÞJ ÓÐARINNAR
snýr aftur sem Sami tíminn, breytir svæði í Hefð, breytir Fólkinu í Eitt.
Skil þessarar hugmyndafræðilegu tilfærslu verða þegar aðgreinandi
mörkum rýmisins, því sem er „fýrir Utan“, er breytt í „inn á við“ tíma
Hefðarirmar sem staðfestir hana. Hugmynd Freuds um „sjálfsdýrkun
minniháttar mismunar“29 - endurtúlkuð fyrir verkefni okkar - veitir okk-
ur skilning á því að landamærin sem tryggja samhangandi markalínu
vestrænu þjóðarinnar geta auðveldlega og næstum ómerkjanlega orðið
að átakasömum innri skilum, og með því er skapaður staður þar sem
hægt er að tala um - og tala með röddu - þeirra sem eru í minnihluta, í
útlegð, á jaðrinum eða eru að koma í augsýn.
Freud notar Kkinguna um deilur milh samfélaga þar sem lönd hggja
saman - Spánn og Portúgal til dæmis - til að útskýra þær tvíbentu eig-
indir ástar og haturs sem binda samfélag saman: „Það er alltaf mögulegt
að tengja allstóran hóp fólks saman í ást og eindrægni, ef aðrir eru til að
skeyta skapi sínu á.“30 Vandamálið er að sjálfsögðu að hinar tvíbentu eig-
indir ástar og haturs skipa sama sálræna rýmið, og frávarp vænisýkinnar
sem beinist „út á við“, snýr aftur til þess staðar sem það varð til á, ásæk-
ir hann og klýfur. Svo lengi sem skýrum landamærum er haldið á milh
svæðanna og hinu narsissíska sári er haldið í skefjum, þá er árásargirninni
varpað á Annan eða það sem er fýrir Utan. En ef, eins og ég hef útlistað,
fólkið er tjáning á því hvemig hið þjóðlega ávarp tvöfaldast, tvíbent
hreyfing á milli orðræðu viðtöku og gjömings? Eða eins og Lefort held-
ur fram, hvað ef gerandinn í hugmyndafræði nútímans er klofinn á milfi
íkonískrar valdsímyndar og hreyfingar táknmyndarinnar sem framleiðir
ímyndina, svo að hið félagslega „tákn“ er dæmt til að renna í sífellu frá
einni stöðu til annarrar? I þessu rými á skilunum, í „hinni óbærilegu eld-
raun þegar fulhdssan hrynur“ mætum við á ný þeirri narsissísku hugsýki
sem býr í þjóðemisorðræðunni og ég hóf mál mitt á. Þjóðin er ekki leng-
ur tákn hins nútímalega þar sem menningarmismunur er jafnaður út í
„láréttri“ sýn á samfélagið. Tvíbent og flöktandi ffamsetning þjóðarinn-
ar afhjúpar hennar eigin etnógrafísku kröfu um að vera hið eina sanna
viðmið um samtímaþjóðfélag.
Fólkið verður heiðið þegar félagsleg frásögnin tvístrast, en gagnstætt
29 S. Freud, „Civilization and its discontents", Standard Edition, London: The Hogarth
Press, 1961, bls. 114. (Hér er notuð þýðing Sigurjóns Bjömssonar, bls. 54, Undir oki
siðmenningar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1997.)
30 Sama (Undir oki siðmenningar, bls. 55).
x93