Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 196
HOMI K. BHABHA
platónskri venju þá skilgreinir Lyotard þá athöfn sem forréttindastöðu
þess sem sagt er ffá:
þar sem sú sem segir frá, talar frá stað merkingarmiðsins. Hún
er sögumaður og sem slíkur einnig söguefni. Og að vissu leyti
hefur hún þegar verið sögð, og það sem hún sjálf er að segja
breytir því ekki að einhvers staðar annars staðar er hún sögð?1
(skáletrun mín)
Þessi frásagnarlegi umsnúningur eða hringrás - sem er í anda klofnings
fólksins sem ég talaði um - gerir allar kröfur um menningarleg ttfirráð
vegna æðri stöðu eða vegna þjóðernis, óverjandi, því staðan sem ræður
frásögninni er hvorki einsýn né fyrir eirnæðu. Gerandann er aðeins að
finna á leiðinni á milli þess að segja/vera sagðm, á milli „hér“ og „ein-
hvers staðar annars staðar“, og á þessu tvöfalda sviði einkennist ástand
menningarlegrar þekkingar af rótleysi gerandans.
Mikilvægi þessa ffásagnarlega klofitings gerandans sem leitar samsöm-
unar, fær stuðning í skýringu Lévi-Strauss á því hvemig þjóðlýsingin fer
fram.32 Þjóðlýsingin krefst þess að athugandinn sjálfur sé hluti af athug-
un sinni, og þetta útheimtir að hann leggi þekkhigarsviðið - félagslegi
veruleikinn eins og hann leggur sig - undir sig utan ffá eins og hlut, en
að sama skapi eins og hlut sem ber í sjálfum sér huglægan skilning þess
innfædda. Við færslu á þessu ferli inn í tungumálið sem sá sem stendur
fyrir utan skilur - kemur inn á svæði táknrænnar merkingar - öðlast hinn
félagslegi veruleiki „þrjár víddir“. Því þjóðlýsingin krefst þess að gerand-
inn kljúfi sjálfan sig í viðfang og geranda þegar hann leitar að samsömun
við sitt þeklangarsvið. Viðfang þjóðlýsingarinnar er nuudað „með átaki
gerandans til að gera sjálfan sig að ótilteknu viðfangi (án þess að afiiema
sjálfan sig sem geranda að öllu leyti) og varpa síminnkandi brotum af
sjálfum sér út fyrir sig“.
Þegar orðið er ljóst að þjóðar-rýmið er á mærum og merkingarmis-
muni þess er snúið ffá landamærunum „fyrir utan“ að endanleika sínum
„fyrir innan“, þá snýst hótunin um menningarmismun ekki lengur um
31 J.-F. Lyotard og J.-L. Thebaud, Just Gaming, W. Godzich þýð., Manchester:
Manchester University Press, 1985, bls. 41.
32 C. Lévi-Stauss, Introduction to the Work of Marcel Mauss, F. Baker þýð., London:
Routledge, 1987. Það var Mark Cousins sem vísaði mér veginn að þessum merki-
lega texta. Sjá gagnrýni hans í New fonnation, nr. 7 (spring 1989). Það sem fer á eft-
ir eru röksemdir Lévi-Strauss sem finna má í 11. hluta bókarinnar, bls. 21-44.
194