Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 207
TVÍSTRUN ÞJÓÐARINNAR
þennan tíma er ekki hægt að setja fram með þematískum hætti í írásögn-
inni sem einsleitan, holan tíma. Sá tími er andstæður annarleika táknsins
sem afheitar þeirri samstundun í tíma sem gildir í hinu ímyndaða samfé-
lagi, en það er í samræmi við umfjöllun mína um „viðbótarspurninguna“
sem fylgir merkingarmyndun menningarinnar. A stað „millitíðarinnar“
þar sem þjóðarsamfélagið fær rödd sína í einsleitri menningu og lýðræð-
islegu naftileysi, birtist augnabliksbundnari, þrúguð rödd fólksins, orð-
ræða minnihlutans sem talar á milli og inn á milh tíma og staða.
Eftir að hafa fyrst staðsett ímyndað samfélag þjóðarinnar í einsleitum
tíma ratmsæisfrásagnarinnar, þá hverfur Anderson í lok bókar sinnar frá
því að nota hugtakið „millitíð“ - það tímalag þar sem fólkið er viðtak-
endur. Anderson grípur til annars konar frásagnartíma þar sem samsöm-
un almennings er sett fram í orðræðu gjörningsins, ferh sem hann kallar
„einrómun“. Einrómun er „sú sérstaka gerð samfélags í samtímanum
sem aðeins tungumálið getur gefið í skyn“,4' og þessi þjóðernislega tal-
athöfh er ekki skrifuð í hinni skáldsögulegu og samstunda tíð sem ein-
kennir „milhtíðina“, heldur er hún skráð þar sem merkingin verður
skyndilega til, „kemur ómerkjanlega í ljós út úr fortíð án sjóndeildar-
hrings“ (skáletrun mín).48 Þessa hreyfmgu táknsins er ekki einfaldlega
hægt að staðsetja í sögunni við upphaf raunsæisfrásagnar skáldsögunnar.
Það er á þessum punkti í frásögn þjóðartímans sem einhljóðandi orð-
ræða mótar heildarsamsömun fólksins, ekki sem einhvers konar yfirskil-
vitleg sjálfsmynd þjóðarinnar, heldur með tungumáli tvöfeldni sem rís
upp úr tvíbentum klofhingi milli viðtöku og gjörnings. Fólkið birtist á
annarlegu augnabliki í „nútíð“ sögu sinnar sem „draugaleg vísbending
um það sem gerist samtímis meðfram hinum einsleita, hola tíma“. Þungi
orðanna í þjóðernisorðræðunni á upptök sín í því ástandi „ef svo má segja
- að vera enskur að hætti Forfeðranna“.49 Það er einmitt þessi endurtekni
tími forstigsins sem framandgerir - fremur en upphafsins - sem Lévi-
Strauss er að skrifa um þegar hann útskýrir hver sé „ómeðvituð eining“
merkingarinnar. Að hans áliti hefur „tungumálið aðeins getað orðið til
allt í einu. Hlutirnir geta ekki hafa verið að fá merkingu smám saman“
(skáletrun mín).50 í þessu skyndilega tímaleysi sem gerist „allt í einu“ er
47 Sami, bls. 132.
48 Sama.
49 Sama.
50 Lévi-Strauss, Wirrk of MarcelMauss, bls. 58.
205