Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 215
TVÍSTRUN ÞJ ÓÐARINNAR
„ímynduð eyðing einmitt þeirrar athLaíhar sem gerir myndhverfinguna
mögulega - athöfii þess að færa hið upphaflega, munnlega tómarúm í
orð, athöfn innvarpsins“.58 Hið glataða viðfang - þjóðarHeim - er end-
urtekið í tómarúminu sem í senn eignar sér og boðar „einrómurúna“,
sem gerir viðfangið unheimlich\ hliðstætt þeirri innbyrðingu sem verður
demónískur tvífari innvarps og samsömunar. Viðfang glötunarinnar er
ritað á Hkama fólksins, þegar það er endurtekið í þögninni sem tjáir
framandleikann í tungumálinu. Hér er tyrkneskur verkamaður í Þýska-
landi, eins og John Berger lýsir honum:
Flutningur hans tdl annars lands er eins og atburður í draumi
sem einhvem annan dreymir. Asetningur farandverkamannsins
er gegnsýrður af sögulegri nauðsyn sem hvorki hann er meðvit-
aður um né aðrir sem hann hittir. Þess vegna er eins og fif hans
sé draumur annars ... Hverfum ffá myndhverfingunni ... Þeir
horfa á bendingar og látbragð og herma eftir ... endurtekning-
in á hverri bendingunni á fætur annarri, nákvæmt en miskunn-
arlaust, bendingar sem hlaðast upp með hverri mínútu, með
hverri klukkustund, gera hann örþreyttan. Vtnnutakturinn gef-
ur engan tíma til að undirbúa sig fyrir bendinguna. Líkaminn
verður annars hugar í bendingunni. Dulargervi orðanna er svo
ógegnsætt ... Hann tók við hljóðum þessa óþekkta tungumáls
eins og þau væm þögn. Að brjótast í gegnum þögn hans. Hann
lærði tuttugu orð í nýja tungumálinu. En honum til undrunar í
fyrstu þá breyttist merking þeirra þegar hann sagði þau. Hann
bað um kaffi. Það sem barþjóninum fannst orðin merkja var að
hann væri að biðja um kaffi á stað þar sem hann ætti ekki að vera
að biðja um kaffi. Hann lærði orðið stelpa. Það sem orðið
merkti þegar hann notaði það, var að hann væri graður hundur.
Er mögulegt að sjá í gegnum ógegnsæi orðanna?59
Ogegnsæi orðanna fær okkur tii að takast á við sögulegt minni vestrænu
þjóðarinnar sem er „skyldug til að gleyma“. Eg byrjaði þennan kafla á
þörf þjóðarinnar fyrir myndhverfmgar en nú vil ég snúa mér að eyðilegri
58 N. Abraham and M. Torok, „Introjection - Incorporation“, í S. Lebovici and D.
Widlocher ritstj-, Psycboanalysis in France, New York: Intemational University Press,
1980, bls. 10.
'9 J. Berger, A Seventh Man. Eg hef sett saman þennan kafla úr tilvitnunum hér og þar
í textanum.