Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 226
SEYLA BENHABIB
þættan hátt. Þessi tvíþætta nálgun beinist annars vegar að hefðbundnum
stofhunum eins og löggjafanum og dómsvaldinu í frjálslyndum lýðræðis-
ríkjum, hins vegar eru pólitísk starfsemi og barátta samfélagslegra
hreyfinga, samtaka og hópa í borgaralegu samfélagi sett í bremiidepil í
tengslum við hugmyndina um lýðræðislegan opinberan vettvang. Fjöl-
menningarleg átök eiga heima á hinum opinbera vettvangi sem er að
finna innan hins borgaralega samfélags og það er þar sem þekking á
stjórnmálum og siðferði verður til og gildi taka breytingum. Eg tel að
þessi áhersla á að leyst sé úr fjölmenningarlegri togstreitu með samspih
vilja- og skoðanamyndandi þátta í borgaralegu samfélagi sé best lýst með
vísun í þrjú skilyrði sem ætti alltaf að miða við: samskipti ájafnréttisgrund-
velli, sjálfknúin aðild ogfrelsi til brotthvarfs eða samneytis. Eg tel að þessi
viðmið byggi á meginreglum um almenna virðingu og samskipti á jafii-
réttisgrundvelb sem eru kjarni samræðusiðffæði.
Líkan samræðusiðfræði ákvarðar helsm almennu meginreglur og það sið-
ferðilega innsæi sem býr að baki kröfunni um sanngildi rökræðtdýðræðis-
bkansins.1 Aðferðafræðileg atriði sem spretta úr ákveðnum rökræðuað-
stæðum sem nefnast hagnýtar samræður - þar sem þátttakendur eiga jafiian
rétt á að koma ffarn með umfjöllunarefhi sem telja má að tengist því vand-
meðfarna viðmiði sem fýrir hggur og fjallað er um spurningar er varða
sjálfar reglurnar um hvaða mál komast á dagskrá - færast ekki sjálfkrafa
yfir á yfirstofnanalegt stig, né er nauðsynlegt að þau geri það. Aðferða-
fræðilegar skorður samræðulíkansins geta eins gegnt því hlutverki að vera
mælikvarðar þegar meta á á gagnrýninn hátt forsendur fi'tir þátttöku í
samræðunum, reglur um dagskrá og hvernig á að byggja upp opinbera
1 Líkön rökræðulýðræðis hafa verið mikið til umræðu síðustu ár og í skrifum um rök-
ræðulýðræði má finna mörg líkön sem eru um margt áþekk en keppa þó hvert við
annað vegna hárfins mismunar. Þeirra þekktust eru: Joshua Cohen, „Deliberation
and Democratic Legitimacy," The Good Polity, ritstj. A. Hamlin og P. Petitt, Lond-
on: Blackwell, 1989, John S. Dryzek, Discursive Democracy, Cambridge: Cambridge
University Press, 1990, James S. Fishkin, Democracy and Deliberation: New Directions
for Democratic Reform, New Haven: Yale University Press, 1991, Amy Guttman og
Dennis Thompson, Democracy and Disagreement, Cambridge: Harvard University
Press, 1996, Júrgen Habermas, Between Facts and Norms: Gontributions to a Discourse
Theory ofLaw and Democracy, þýð. William Regh, Cambridge: MIT Press, 1996. Eg
ræði þann hugtakalega og samfélagsffæðilega mun sem felst í þessum líkönum í
„Deliberative Rationality and Models of Deinocratic Legitimacy,“ í Democracy and
Difference: Contesting the Boundaries of the Political, Princeton: Princeton Unh'ersity
Press, 1996.
224