Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 229
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
arnar líta svo á að löggilding pólitísks valds og eftirlit með réttlæti stofn-
ana eigi að vera opinbert ferli, opið öllum þegnum. Hugmyndin um að
réttlæti stofnana sé „í sviðsljósinu“ þ.e.a.s. að það sé opið fyrir nákvæm-
um athugunum, skoðun og vangaveltum er grundvallaratriði. I þremur
mikilvægum atriðum er hugmynd Rawls um opinbera dómgreind frá-
brugðin líkaninu um opinberar rökræður sem lagt er fram hér að ofan.
I fyrsta lagi, ólíkt rökræðulíkaninu sem krefst þess að dagskrá opin-
berrar umræðu sé opin, þá takmarkar líkan Rawls beitingu opinberrar
dómgreindar við rökræður um ákveðin umþöllunarefni. Þar er um að
ræða viðfangsefni sem varða „stjórnskipuleg grundvallaratriði“ og spurn-
ingar um grundvallar réttlæti. Líkan Rawls tun opinbera dómgreind
leggur út af hugmynd um takmarkaða dagskrá.s
I öðru lagi hggur beinast við að leggja þann skilning í opinbera dóm-
greind í kenningu Rawls að hún sé ekki rökleiðsluferli meðal þegnanna,
heldur fremur stýrandi regla sem setur ákveðna staðla um hvernig ein-
staklingar, stofnanir og stofur ættu að rökræða um opinber málefni. Þeir
staðlar sem settir eru um opinbera dómgreind eru miðaðir við pólitískan
skilning áfijálslyndisstefnu.
Samkvæmt kenningu Rawls er í þriðja lagi einiúg takmarkaður að-
gangur að því samfélagslega rými þar sem opinberri dómgreind er beitt.
Staðlar er varða opinbera dómgreind eiga ekki við um persónulega rök-
leiðslu né „tun rökræðu um slíka rökleiðslu á meðal þeirra sem tilheyra
samtökum eins og kirkjum og háskólum, sem öll eru nauðsynlegur hluti
menningarbaklandsins.3 * * 6 Rökræða lögaðila og samtaka er „opinber“ að
því er snýr að meðlimum þeirra, „en óopinber hvað snertir pólitískt sam-
félag og þegnana almennt. Til óopinberrar rökræðu teljast margar teg-
undir af málflutningi í borgaralegu samfélagi og þær tilheyra því sem ég
hef nefnt „menningarbakland“, til aðgreiningar frá hinni opinberu póli-
tísku menningu“ (bls. 220). Þannig fyrirfinnst hinn opinberi vettvangur
3 I fyrri gerð af þessum kafla „Deliberative Rationality and Models of Democratic
Legitimacy" útskýrði ég í stórum dráttum af hverju þessi gagnrýni á Rawls þyrfti
ekki að þýða að í kenningu hans séu settar einhverjar hömlur á fýrsta breytingar-
ákvæði stjórnarskrárinnar um mál- og félagafrelsi. Það er líkan hans sem setur
hömlur á hvað getur talist til opinberrar dómgreindar sem ég er að gagnrýna, ég er
ekki að segja að Rawls reisi skorður við tjáningarfrelsi okkar.
6 John Rawls, Political Liberalism, New York: Columbia Universty Press, 1993, bls.
215.
227