Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 231
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
meðferð á einstaklingum sem reist er á trúarlegum grunni, mundu ekki
standast kröíur Rawls. Af þessum sökum má skilja þetta samkomulag
sem tekur tillit til margra þátta sem skarast í fjölmenningarlegu, fjöltrú-
arlegu og íjölþjóðlegu samfélagi þannig að svo lengi sem mismunandi
hópar virða sjálfræði einstaklingsins opinberlega - segjum t.d. að þeir
meini ekki eiginkonum sínum að kjósa eða neyði þær til að kjósa á ein-
hvem ákveðinn hátt - þá yrði ekki htið svo á að sú staðreynd að þessir
sömu hópar kúguðu konur í sínum röðum með því að leyfa ekki stálpuð-
um dætxum sínum að mennta sig eða velja sér maka eða jaíhvel starfs-
feril, væri í mótsögn við pólitískt ffjálslyndi. I þessari smættuðu útgáfu
af pólitísku frjálslyndi væru dregin skörp skil á milli hins opinbera vett-
vangs samstöðu og samkomulags sem tekur tdllit til margra þátta sem
skarast, og hins persónulega rýmis menningarmunar og mismunandi
trúarvenja, sem snýr einkum að íjölskyldunni og heimilinu. Þar sem
Rawls gerir skýran greinarmun á „menningarbaklandinu“ og „hinni op-
inberu pólitísku menningu“ í samfélaginu, yrði mörgum málefhum sem
varða menningarlegt líf hópa í samfélaginu ýtt inn í hið persónulega
rými og þau útilokuð frá opinberri umfjöllun. Það má færa rök fýrir því
að einhvers konar líkan um samkomulag sem tekur tillit til margra þátta
sem skarast liggi til grundvallar verkaskiptingu í lögsögu dómstóla milli
almennra hegningarlaga annars vegar og laga um meðferð einkamála
hins vegar sem taka mið af menningar- og trúarlegri sérstöðu, eins og
gert er ráð fyrir í indversku alríkisstjórnarskránni til dæmis.
Þetta smættaða Kkan af pólitísku frjálslyndi sem byggir á samkomulagi
sem tekur tillit til margra þátta sem skarast, virðist við fyrstu sýn hafa
margt til síns ágætis. Sá greinarmunur sem er gerður milli þess sem op-
inberlega varðar allan almenning, og þarf þ.a.l. að stjórna með hagsmuni
allra í huga í gegnum samkomulag sem tekur tillit til margra þátta sem
skarast, og þess sem varðar einungis þá sem tilheyra ákveðnum samfé-
lagshópum þar sem sjálfsmynd þeirra sem tilheyra hópnum mótast af til-
verunni innan hans, er vissulega þýðingarmikill til að tryggja áframhald-
andi fjölbreytni í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Eða eins og Rawls segir,
„Póhtísk menning í lýðræðissamfélagi hlýtur alltaf að einkennast af fjöl-
breytilegum heimspeki-, trúar- og siðferðiskenningum sem stangast á og
útiloka hverjar aðrar. Sumar þeirra eru fullkomlega skynsamlegar. [...]
Hvemig er mögulegt fýrir réttlátt og traust samfélag þar sem þegnarnir
229