Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 240
SEYLA BENHABIB
ákvæðið sem bannar fólki að bera trúartákn á „áberandi“ og „opinskáan“
hátt. Það má finna næg merki um það í félagsfræðiritum að í öðrum
heimshlutum notd músh'mskar konur blæjuna og serkinn til þess að
breiða yfir þversagnir sem fylgja lausn þeirra úr viðjum hefðanna.16 Það
má ekki gera ráð fyrir því að tilgangur þeirra með þessari framkomu sé
eingöngu trúarleg ögrun við hið veraldlega ríki. Það takmarkar getu
þessara kvenna til að endurskrifa merkinguna á baktúð eigin gjörðir og,
svo kaldhæðnislegt sem það er, hneppir þær aftur fastar í þá merkingar-
fjötra sem þær kunna að hafa verið að reyna að brjótast út úr.
Múslímsku stúlkurnar þurfa einnig að læra af reynslunni. Franskt sam-
félag þarf í heild sinni að læra að hafa ekki uppi staðalímyndir og dæma
alla þá sem klæðast því sem við fyrstu sýn kurma að virðast klæði sem eru
borin vegna trúarlegra tilmæla og kalla „gamaldags og kúgaðar mann-
eskjur“. Stúlkurnar sjálfar og stuðningsmenn þeirra, bæði innan samfé-
lags múslíma og annars staðar, verða að læra að réttlæta aðgerðir sínar
með „góðum rökum á opinberum vemrangi“. Þegar þeir kalla á virðingu
og jafna meðferð á trú sinni, verða þeir að útskýra hvernig þeir muxn
meðhöndla trú og skoðanir annrnra og hvernig þeir myndu koma á
stofhanalegum aðskilnaði ríkis og trúarbragða innan íslamskrar hefðar.
Hið múslímska viðhorf felur einnig í sér mótsagnir. Islamskir öfgahópar
hafa notað smugur í því umburðarlyndi sem er til staðar í frjálslyndum
lýðræðissamfélögum til að ýta undir framgang eigin málstaðar og til að
efla stjórnmálaþátttöku fylgismanna sinna. Islamskir stjómmálaflokkar í
'Iyrklandi, eins og hinn bannaði Velferðarflokkur (Refah) og seinni út-
gáfur af honum eins og Dyggðaflokkurinn (Fazilet), hafa þanið hina ver-
aldlegu stjórnarskrá landsins til hins ýtrasta, ekki aðeins með því að
smokra sér inn í dómsmála- og irmanríkisráðuneytin, heldur einnig með
því að gefa til kynna í opnu kosningaferli að þeir ætli sér að grafa undan
stjórnarskránni. Við gemm ekki leyft okkur að hugsa skammt þegar kem-
ur að slíkum átökum né heldur skulum við gleyma því að þessi atriði ná
út yfir frelsi einstaklingsins og rétt hans til eigin skoðana og trúariðkana
og verða víðtæk pólitísk átakamál sem snúast um skilgreiningu á ríki og
rétt þess til að ráða yfir eigin málum eins og reyndin er nú um stundir í
löndum eins og 'Tyrklandi og Alsír. Eg mjrndi veðja að hætti Pascals að
þegar slíkar hreyfingar aðlagast lýðræðinu og starfa á opinberum vett-
16 Sjá Nilufer Göle, The Forbidden Modern: Civilization and Veiling, Ann Arbor: Univer-
sity of Michigan Press, 1996.
238