Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 243
RÖKRÆÐULÝÐRÆÐI OG FJÖLMENNINGARLEG TOGSTREITA
ýmissa hreyfinga sem berjast fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra,
fatlaðra og þeirra sem hafa verið misnotaðir, að mál, sem áður voru talin
öðrum óviðkomandi, verða áhyggjuefni fyrir samfélagið allt. Sú nálgun-
arleið sem kennd er \dð rökræðulýðræði beinir einkum sjónum að þessari
mikilvægu samverkan á milli hinna hefðbundnu stofnana í ffjálslyndu
lýðræðissamfélagi eins og löggjafans, dómstóla og embættismannakerfis-
ins, og svo hið óopinbera atferli í borgaralegu samfélagi sem kemur fram
í fjölmiðlum, í starfi samfélagshreyfinga og samtaka.
Hefðbundin andmæli gegn hinni tvíhliða nálgun sem felst í rök-
ræðulýðræðislíkaninu eru að þar sé á einfeldningslegan hátt gert ráð fyr-
ir því að samstarf milli mismunandi hópa í borgaralegu samfélagi muni
leiða til „siðmenntaðra“ lausna sem allir aðilar séu jafnfúsir til að fallast
á. En reyndin er sú að oft gerist nákvæmlega hið gagnstæða og því gæti
verið betra að reyna að koma í veg fyrir að slíkir hópar standi of oft hver
andspænis öðrum, sérstaklega þegar um er að ræða samfélög sem eru
hlaðin spennu vegna sambúðar fólks af mismunandi þjóðerni, sem talar
ólík tungumál og hefur ólíkar menningarrætur. Vissulega má finna næg
dæmi, bæði gömul og ný, þessum andmælum til stuðnings. Engu að síð-
ur ganga þessi andmæli of langt. Ef fjandskapur milli mismunandi hópa
er of mikill þá getur löggjöfin aðeins upp að vissu marki komið í veg fyr-
ir það að átök blossi upp. Ef enginn skilningur fær að vaxa milli hópa eða
menningarbrota, og ef rými til skoðanaskipta er takmarkað, þá mun
spennan á milli félagsheilda fyrr eða síðar brjótast fram á annan hátt.
Eins og ég ræði hér að neðan eru vissulega tilvik þar sem raunverulega
getur verið skynsamlegt að grípa til pólitísks aðskilnaðar til að greina að
ólíka samfélagshópa. Milli reynslunnar af fjölmenningarlegu köldu stríði
sem er tryggt með yfirráðum laga og réttar og sjóðandi átakspunkta sem
geta leitt til raunverulegs klofnings má finna þann hálfvolga núning sem
ergir venjulega þegna í frjálsum lýðræðissamfélögum í hversdagslífinu.
Fyrir þá mun samfélagsumræða í borgaralegu samfélagi vera uppbyggj-
andi en um leið truflandi.
A meðal samtíma fræðimanna um fjölmenningarhyggju, halda sumir
þölhyggjumenn því fram að stundum sé trúarlegur og menningarlegur
mismunur þess eðlis að aldrei verði hægt að sætta ólík sjónarmið og hann
rúmist ekki innan sameiginlegs stjórnarskrárramma, en þetta reyna þeir
sem aðhyllast rökræðulýðræði eða frjálslynda jafhréttisstefnu að gera.
Þessir fjölhyggjumenn halda því fram að við verðum að fallast á fjöl-
241