Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 251
ROKRÆÐULYÐRÆÐI OG PJOLMENNINGARLEG TOGSTREITA
grandvallarréttur fyrir sjálfræði einstaklingsins í nútíma þjóðfélagi, ekki
má setja þarfir nomoi hópsins í forgang ef það kostar að brotið sé á rétt-
indum meirihluta gyðinga.
Einnig stafar sú hætta af þessum mjög svo hugvitssömu stoínanalegu
tillögum að þær leiði til þess að lagaferlinu sé skýlt fyrir þeim krafd og
óútreiknanleika sem býr í póhtískum og menningarlegum skoðanaskipt-
um. A sama hátt og í umfjöllun Barrys sem rædd er hér að ofan, kemur í
tillögum Shachar fram tilhneiging til að setja hið lagalega í forgang á
kostnað þess sem er pólitískt og menningarlegt. Fjölmenningarleg tdlslök-
un (e. accormmodationisrri) getur leitt til nokkurs konar fjölmenningarlegs
kalds stríðs: Það kann að ríkja friður en engin sátt, samningaviðræður
kunna að eiga sér stað en enginn gagnkvæmur skilningur, og pattstöður
og þrátefli kunna að koma upp fremur af ótta við aðra en skorti á virðingu
fyrir afstöðu annarra. Það er óhklegt að einhvem tíma verði stjórnmálum
í lýðræðislegu þjóðfélagi þannig háttað að ágreiningsmál verði leyst hand-
an shkrar tvígreiningar, valdið er ávallt nálægt og mun vera það áfram.
Einmitt vegna þess að í mörgum tilvikum dregur fjölmenningarhyggja
lykilhugmyndir frjálslyndra lýðræðisríkja í efa, þarf sú hlið hennar sem er
umdeild og eldfim að fá að birtast á opinberum vettvangi í skoðanaskipt-
um, átökum og málamiðlunum sem venjulegir þegnar taka þátt í. Menn-
ing skiptir máh. Menningarlegt gildismat er nátengt því hvernig við
túlkum þarfir okkar, hugmyndum okkar um velsæld og þeim framtíðar-
draumum sem við berum í brjósti. Vegna þess að þetta gildismat er svo
djúpstætt verðum við, sem þegnar rmdir frjálslyndri lýðræðisstjórnskipun,
að læra að hfa með því sem Michael Walzer kallar „frjálslyndi og aðskiln-
aðarhst“.24 Sem þegnar í ríki þurfum við að vita hver eru þolmörk um-
burðarlyndis okkar, engu að síður verðum við að læra að lifa með ffam-
andleika annarra sem hfa lífi sínu á hátt sem okkur kann að virðast ógna
okkar eigin tilveru. Hvemig eigum við annars að læra siðferðilegar og
póhtískar lexíur ef ekki með því að takast á í siðmenntuðu samfélagi?
Annars er hættan sú að fjölmenningarhyggja verði einungis aðferð sem
heldur hlífiskildi yfir „balkaníseringu“ ólíkra samfélaga og heimsmyndar-
hugmynda. I slíkum tilvikum er hættan sú að þegar þau alræðisvaldakerfi
hrynja sem héldu uppi þeirri tálsýn að friður ríkti - sem söguleg dæmi má
nefna aðstæðumar sem ríktu í austurhluta Mið-Evrópu og í ríkjunum á
24 Michael Walzer, „Liberalism and the Art of Separation," Political Theory 12:3 (ágúst
1984), bls. 315-320.