Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 252
SEYLA BENHABIB
Balkanskaga efrir upplausn ríkjasambands Austurríkis-Ungverjalands og
fall Tyrkjaveldis við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar sem og við fall Sovét-
kommúnismans í lok ársins 1989 - fylgi hatur milh þjóðarbrota, deilur á
milli trúarbragða, menningarlegar hefndaraðgerðir og útskúfun málfars-
minnihluta snarlega í kjölfarið. Það kann að vera að kalt stríð sé nákvæm-
lega það sem þarf til að bægja ffá hatri milli þjóðarbrota, en eins og enda-
lok hins raunverulega kalda stríðs sýndu, á lýðræðisleg stjómskipan enga
framtíð þnir sér né heldur geta hefðir í hugsanaferli um lýðræðislegan
þegnskap skapast án opinbers vettvangs fyrir gagnkvæman fjölmenning-
arlegan skilning og átök, fyrir endurskoðun á merkingu og ffásagnarhætti
meðal þegnanna. Gangverk menningar og stjórnmála trinnur innan
ramma sem lögin setja. Eins og menningarþjóðir fornaldar trissu, em lög-
in múrar borgarinnar, en ástríður stjórnmálanna og iðkun þeirrar listar
sem þau em á sér stað innan þessara veggja,23 og mjög off geta stjórmnál-
in leitt til þess að þessar hindranir brotna niður eða að núimsta kosti til
þeirrar vissu að þær séu yfirstíganlegar.
Það er sem sagt díalektík á milli grundvallaratriða í stjómarskrá og þess
sem gerist í raun í stjórnmálum ffjálslyndra ríkja. Réttindi og aðrar meg-
imeglur sem frjálslynda lýðræðisríkið byggir á, eins og lagaforræði, þrí-
skipting valdsins og dómsvaldið þarf með reglulegu millibili að vefengja
og ræða á ný á opinberum vettvangi til þess að það sé hægt að varðveita
þessa þætti og auðga upphaflega merkingu þeirra. Aðeins með því að
neyta réttar okkar til málffelsis, sem tryggður er með fyrstu stjórnarskrár-
breytingunni, læmm við af hverju og á hvaða hátt sú athöfn að brenna
þjóðfánann er ekki varin með þessu ákvæði á sarna tíma og réttur stórfyr-
irtækja til að veita óbeinan fjársmðning til stjórnmála kann að vera það.26
Aðeins þegar nýr hópur krefst réttinda sem upphaflega náðu ekki til hans,
gemm við okkur grein fyrir þeim alvarlegu takmörkunum sem sérhver
réttindakrafa innan stjórnskipulegra hefða er háð og hvernig lögmæti
slíkrar kröfu gemr náð út fyrir þær. Lýðræðisleg skoðanaskipti sem og þau
skoðanaskipti sem snúa að lögskýringum verða áhrifaríkari þegar rétt-
indakröfur em endurskoðaðar og orðaðar á nýjan hátt á opinberum vett-
25 Sjá Hannah Arendt, The Hurnan Condition, 8. útg., Chicago: University of Chicago
Press, 1973 [1958].
26 Sjá Cass Sunstein, Democracy and the Problem ofFree Speech, New York: Free Press,
1995 og Judith Butler, Excitable Speech: A Politics of the Peifonnative, New York:
Routledge, 1997.
250