Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 255
ROKRÆÐULYÐRÆÐI OG FJOLMENNINGARLEG TOGSTREITA
Rökræðulýðræði, sjálfsakvörðunarréttur ogfjölmenningarhyggja
Jorge M. Valadez setur skýrt £ram þær áhyggjur sem rökræðtdýðræðis-
srnnar sem einnig eru fýlgjandi þölmenningarhyggju hafa:
Mismunandi heimssýn óhkra menningarhópa og ágreiningur
um þarfir og hagsmuni getur rist svo djúpt að ókostir sem
fýlgja því að minnihlutahópar notfæri sér félagslega samvinnu
til að ná pólitískum markmiðum sínum geta verið afgerandi.
Stundum þegar ósætti milli menningarhópa er mikið og deilur
um takmarkaðar auðlindir gera það að verkum að málamiðlan-
ir mega sín lítils eða þá þegar vitsmunalegt og tilfinningalegt
bil milli hópa er óbrúanlegt, dugir hvorki að jafha aðgengi að
þekkingu né möguleika til að beita henni á árangursríkan hátt,
né jöfnuður hvetjandi þátta, þölmeimingarleg menntun né
umbætur á sviði opinberrar umræðu, til að skapa rökræðuum-
hverfi þar sem tillögur þjóðmenningarlegra minnihlutahópa
munu fá sanngjarna umfjöllun. Líklegra er að óheillavænlegar
aðstæður af þessu tagi komi upp hjá hópum sem vilja sjálfræði
eða aðskilnað en meðal hópa sem eru tilbúnir til málamiðlana
þar sem þeir síðarnefhdu eru að jafnaði viljugri til að taka upp
gildismat meirihlutans og stofnanavenjur auk þess sem þeir líta
á sig sem hluta af póhtísku samfélagi.28
Valadez lætur í ljós áhyggjur af þáttum sem aðrir rökræðukennismiðir
eins og James Bohman, Iris Young og Mehssa Williams29 hafa einnig lýst
áhyggjum af. Hægt er að skipta þessum áhyggjuefhum í tvo meginflokka:
Ahyggjur er snerta þekkingu og möguleika þess að bera kennsl á hlut-
drægni tengda vitsmunum og tdlfinningum í Kkaninu um almennt sam-
þykki sem er fengið með rökræðu, og pólitískar og stofnanabundnar
áhyggjur af takmörkunum rökræðustjómmála.
28 Jorge M. Váladez, Deliberatíve Democracy, Politícal Legitimacy, and Self-Determinatíon
in Multicultnral Societíes, Boulder: Westview Press, 2001, bls. 101.
29 James Bohman, Ptiblic Deliberatíon: Phtralism, Complexity, and Democracy, Cambrid-
ge: AIIT Press, 1996; Iris Yormg, Inclnsion and Democracy, Oxford: Oxford Univer-
sity Press, 2000; Melissa Wilbams, Voice, Tntst, and Memory: Marginalized Groups
and the Failings of Liberal Representatíon, Princeton: Princeton University Press,
1998.
253