Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 261
ROKRÆÐULYÐRÆÐI OG FJOLMENNINGARLEG TOGSTREITA
að engin slík heildræn meðvitundarkerfi séu til og að talsmenn samfé-
lagsstaðsetningar vinni með ímyndaða hugmynd um sameiginlega með-
vitund því þeir smætta þær átakasömu rökræður sem fara fram í öllum
hópum manna um þá sjálfa og sjálfsmynd þeirra, í ffásagnir sem eru í
samhengi og auðvelt er að útskýra. Það er kaldhæðnislegt, en menning-
arleg eðlishyggja á það til að ganga aftur og ásækja háværustu
gagnrýnendur sína, vegna þess að þeir sem halda því fram að menning-
arhættir mannkyns séu sköpunarverk manna halda því einnig fram að
einstaklingar séu fangar í viðjum þröngra sjónarhorna og samfélags-
stöðu. Báðar fullyrðingar - um menningarlega eðlishyggju og hugmynd-
in um samfélagslegt sjónarhorn - eru rangar.
Valadez gerir mikilvægan greinarmun á því að „skilja með þýðingu“ eða
„skilja með því að kynnast“. Hann heldur því ffam að við skiljum önnur
hugmyndakerfi og lífshætti ekki með því að þýða orðalag eins yfir í orða-
lag annars (viðhorf sem hann eignar Donald Davidson sem og Richard
Rorty), heldur með því að kynna okkur málin. „Það er að við öðlumst ekki
skilnmg á hugmyndakerfum sem eru á róttækan hátt ólík okkar eigin með
því að finna orð og fullyrðingar í okkar eigin kerfi sem með vörpun sam-
svara orðum og fullyrðingum í hinum, heldur öðlumst við smátt og smátt
frekari kunnáttu á því hvernig þessi orð eru notuð á öðru tungumáli, við
hvaða mismunandi aðstæður þau eru notuð, hvað þau segja og svo ffam-
vegis.“35 Þessi greinarmunur er gagnlegur en hann má ekki ganga of
langt. Þýðingar fela í sér kunnáttu rétt eins og kunnátta felur í sér þýðingu
að einhverju marki. Þegar við reynum að skilja aðra á öðrum tímum og
öðrum stað, byrjum við á því að þýða og ef við erum nógu góðir túlkend-
ur og nógu hugmyndaríkir sagnfræðingar og málvísindamenn, þjóðfræð-
ingar og bókmenntagagnrýnendur lærum við á endanum að þekkja áðrar
siðvenjur. Hins vegar þegar um er að ræða siðferðilega samtímamenn
okkar, og athafnir og samskipti okkar við þá hafa afleiðingar fýrir líf fólks
sem við jafnvel þekkjum ekki, verður bráðnauðsynlegt að við lærum að
þekkja hugsunarhátt þeirra og lífshætti. Lýðræðisleg skoðanaskipti fara
ffam í þessum reynsluheimi siðferðilegrar og pólitískrar samtíðar og
vissulega eru skoðanaskipti á milli merminga að miklu leyti fólgin í slíkri
Imagination and the Four Dogmas of Multiculturalism," Yale JoumalofCriticism 12:
2 (1999), bls. 401^+13 má finna ffekari viðræður við Iris Young.
Jorge M. Valadez, Deliberative Democracy, Political Legitmiacy, and Self-Determination
in Multicultural Societies, bls. 91.
259