Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 262
SEYLA BENHABIB
viðkynnmgn. Niðurstaða mín er sú að fyrstu andmælin gegn rökræðulýð-
ræði sem byggja á ósammælanleika, haldi ekki.
Hlutdrægni sem kemur fram í rökfærslu á opinberum vettvangi. Því er oft
haldið fram að sú áhersla sem í h'könum rökræðulýðræðis er lögð á opin-
bera vitneskju og opinber svið skapi hlutdrægni þar sem stofnanaleg rými
og venjur hygli ákveðinni tegund af tah sem virðist ekki eiga sér aug-
ljósan uppruna og dregur ekki taum neins.36 Þar af leiðandi verður út-
undan málhefð ýmissa hópa eins og kvenna og minnihlutahópa sem mót-
ast af kynhneigð, þjóðerni og málsniði; sem og bandarískra frumbyggja
sem ráða yfir tungutaki sem getur verið loðnara og tilfinningaríkara og
byggist á munnlegri sagnahefð og kveðjuvenjum. Það eru að miimsta
kosti þrír gallar á þessar afstöðu.
I fyrsta lagi þarf rökræðulýðræði ekki að ganga út frá líkani þar sem op-
inber vettvangur er óskiptur. I hinu líkani Habermas um rökræðulýðræði
sem Cohen og Arato, Nancy Fraser og ég3, höfum unnið með, er opin-
ber vettvangur ekki óskiptur heldur fjölþátta líkan þar sem gengist er við
margbreytileika stofnana, félaga og hreyfinga í borgaralegu samfélagi. A
félagsfræðilegan hátt er litið svo á að opinber vettvangm- sé staður þar
sem fjölmargar tegundir af félögum og samtökum tvinnast saman og út
úr þessu samspili fáum við nafnlaust opinbert samtal. Opinber vettvang-
ur sem ekki er miðlægur, er samansettur úr samofnum netum og tengsl-
um þeirra heilda sem móta skoðanir og taka ákvarðanir. I þessu umhverfi
þar sem hið opinbera er fólgið í fjölmörgum tengslanetum sem skarast
getur ólík rökvísi í rökfærslum, kveðjum, munnlegum sögum og loðinni
orðræðu þrifist.
I öðru lagi finnst mér það bera vott um ffamandvæðingu þegar hópar
sem eru stjórnmálalega og menningarlega afskiptir og á jaðrinum eru
sagðir fulltrúar alls sem er „annarleiki skynseminnar“. Af hverju erum við
36 Iris Young „Communication and the Other: Beyond Deliberative Democracy" og
Melissa Williams, „The Uneasy Alliance of Group Representation and Deliberati-
ve Democracy,“ Citizensbip in Diverse Societies, ritstj. Will Kymlicka og Wayne
Norman, Oxford: Oxford University Press, 2000, bls. 124—54.
37 Jean L. Cohen og Andrew Arato, Civil Society and Political Theoiy, Cambridge: MIT
Press, 1992, Nancy Fraser, „Rethinking the Public Sphere: A Conu-ibution to Ac-
tually Existing Democracy," Habennas and the Public Sphere, ritstj. Craig Calhoun,
Cambridge: MIT Press, 1992 og Seyla Benhabib, Situating the Se/f: Gender, Comm-
unity, and Postmodeniism in Contemporaiy Ethics og „Deliberative Rationality and
Models of Democratic Legitimacy“.
2ÓO