Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 264
SEYLA BENHABIB
nýtt svo það taki einnig til málefna, einstaklinga og þátttakenda sem hing-
að til hafa verið útilokuð og bæld, og hvernig þau mjmdu einnig vera
mótvægi við hlutdrægnma sem hyglir ákveðnum stofnanakerfum, rökum og
niðurstöðum (bls. 130-31). Engu að síður er Williams vantrúuð á að rök-
ræðulýðræði geti svarað andmælum kennismiða um hópréttindi á full-
nægjandi hátt og meginrök hennar hvíla á þtd hlutverki sem rökum og
því að setja fram rök er gefið í aðferðaffæði rökræðulýðræðis. Hún ritar:
„Sú athygh sem beinist að mismunandi sjónarhornum á pólitísk mál sem
fylgja línum samfélagslegs mismunar, vekur upp efasemdir um hvaða
stöðlum um „skynsemi“ rökræðukenningin fylgir og um það hvernig
þátttakendur ákveða hvað teljast gildar röksemdir í pólitískri umræðu.
[...] Það að röksemdir jaðarhóps séu viðurkenndar sem röksemdir fyrir
(eða sem eru ásættanlegar fyrir) aðra þegna er mjög mikill óvissuþáttur“
(bls. 33-34, áhersla í upphaflega textanum). Þetta eru mikilvæg mótrök
sem réttilega sýna þekkingarlega rökvísi þeirra röksemda sem rök-
ræðulýðræði setur fram og þau eru einnig fyrirbærafi'æðilega næm fyrir
því hvað þarf að gerast ef rökræðuferli eiga að heppnast yfirleitt.
Sem svar við þessu myndi ég vilja greina á milli setningafræði og merk-
ingaif-æði röksemda sem komafram á opinberum vettvangid0 Setningafræði
röksemda vísar til ákveðinna byggingarlegra einkenna sem allar fulþtrð-
ingar sem notaðar eru til að orða opinberar röksemdir verða að búa yfir.
Röksemdir myndu vera gildar sem slíkar vegna þess að hægt væri að verja
þær á þeim forsendum að það sem í þeim felst sé öllum þeim sem teljast
siðferðislega og stjórnmálalega jafnir, fyrir bestu. FulljTðinguna að A sé
40 Michael Rabinder James greinir á milli formlegra og efnislegra mælikvarða þegar
kemur að því að rökstyðja viðmið. „Þetta eru þá hinir fonnlegu mælik\rarðar sem fara
skal efrir til að rökstyðja viðmið: Til að viðmið megi teljast lögmæt verða allir þeir
sem málið snertir að rökstyðja það sameiginlega í skynsamlegri siðferðislegri um-
ræðu sem fer ffam við kringumstæður þar sem hallar ekki á neinn. Hins vegar eru
þeir þættir sem snúa að efni viðmiða ekki tilteknar sérstaklega í kenningum Haberin-
as og því kunna þeir að vera breytilegir milli menninga. [...] Kenning Habermas
metur hvaða formlegu skilyrði þarf þegar Hðmið eru sett, ekki innihald sérhvers við-
miðs. Og það eru þessi skilyrði um sanngjamt og skynsamlegt samkomulag um við-
mið sem gefur viðmiðum, sem era ólík efnislega á menningarlegum forsendum, al-
gild formleg einkenni“ („Tribal Sovereignity and the Intercultural Public Sphere,“
Philosophy and Social Criticism, 25 (september 1999), bls. 57-96, bls. 65). Þessi ffain-
setning er reglulega vel til fundin. Eg myndi einnig vilja bæta því við að hin form-
legu skilyrði setja því ferli sem viðmið era sett eftir skorður þannig að ákt'eðin efnis-
leg viðmið gætu ekki staðist próf skynsamlegrar uinræðu. Hinir formlegu þættir
ferlisins hafa hamlandi áhrif á sumar en ekki allar hliðar hinnar efnislegu niðurstöðu.
262