Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 266
SEYLA BENHABIB
röksemdir sem allir geta tekið afstöðu með. Þetta myndu vera röksemd-
ir á borð við: Það er gott fyrir alla ef staðinn er vörður um vistffæðilega
skynsamlegar aðferðir til landnýtingar eins og kynslóðir indjána hafa
gert tun aldaraðir, frekar en að raska jafhvægi í vistkeriinu og lífsháttmn
manna og annarra lífvera fyrir gróða tdl handa timbur- og oh'ufyrirtækj-
um, eða fiski- og veiðimönnum. Slíkar fullyrðingar hafa semingafræði-
lega byggingu lögmætra opinberra röksemda. Vissulega er það svo, eins
og Williams bendir á: „Þegar uppræting óréttmætts og ójafhrétts skipu-
lags er háð staðfestingu á samfélagslegri merkingu ákveðinnar venju fyr-
ir jaðarhópa, er réttlæti niðurstaðna rökræðuferlisins ekki aðeins háð þth
að þátttakendur sýni dyggðir eins og opinn huga og gagnkvæma virðingu
(eins og rökræðukenningin leggur áherslu á), heldur er það einnig háð
því að þeir séu gæddir dyggðum eins og hluttekningu og að þeir beiti
þessari hluttekningu sérstaklega frammi fyrir kröfum jaðarhópa“.42 Eg
hef haldið því fram í öðrum ritum að hugtakið „rýmkað hugarfar“ eins
og það kemur fyrir hjá Hönnuh Arendt, kunni að vera betra orð en
„hluttekning“ til að ná utan um þá víkkun sem verður á sjóndeildarhring
okkar þegar við komum auga á sjónarmið annarra í pólitískri og siðferð-
islegri baráttu.43 Að lokum kemst ég að þeirri niðurstöðu að þótt þessi
mótrök vegi þungt ónýta þau ekki áformin um rökræðulýðræði.
Omögulegt markmið um að ná samstöðu með umræðu. Allt frá því að hún
var fyrst sett fram í ritum eins og Lógmætiskreppunni (Legitimaúon Cris-
q)44 hefur útgáfa Habermas af rökræðulýðræði og samræðukenningar
hans um lögmæti verið tilefni ásakana um að mælikvarðinn á samstöðu á
meðal þátttakenda sé of strangur. Það er villandi að gera ráð fyrir því að
„kraftur hinna betri röksemdafærslna“ muni alltaf hafa tdirhöndina og af
sömu ástæðum. Þótt verk Habermas hafi tekið töluverðum breytingum
frá því þessar kenningar voru settar fram fyrst,4'1 þá rekumst við engu að
síður enn á fullyrðingar af þessu tagi í nýlegum verkum hans: „Þótt máls-
42 Melissa Williams, „The Uneasy Alliance of Group Representatíon and Deliberati-
ve Democracy,“ bls. 138.
43 Sjá Hannah Arendt, „Crisis in Culture" Between Past and Future: Six Exercises in Po-
litical Tbought, New York: Merdian Books, 1961, bls. 220-21 og Seyla Benhabib,
Situating the Self Gendet; Community, and Postmodemism in Contemporary Ethics, bls.
89-121.
44 Jiirgen Habermas, Legitimation Crises, þýð. Thomas McCarthy, Boston: Beacon
Press, 1975.
45 Sjá James Bohman, Public Deliberation: Pluralism, Complexity, and Detnocracy.
264