Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 268
SEYLA BENHABIB
staðhæfingar, í andstöðu við skynsamlegar og nytsamlegar, megi ekki
eingöngu taka mið af ákveðnum geranda (ég fellst á þessi lög vegna þess
að þau eru mér og mínum í hag), heldur má einnig halda þ\i ífam að eklá
sé hægt að réttlæta ákveðnar póhtískar meginreglur á slíkum „geranda-
miðuðum“ forsendum. Göngum td dæmis út frá því að Kína og Banda-
ríkin séu að reyna að komast að einhverju almennu samkomulagi um
grundvallarmarmréttindi. Bandaríkin mega ekki segja: „\að viðurkenn-
um mannréttindi vegna þess að frá okkar sjónarhóh séð er það besta leið-
in til að breiða lífsfrðhorf okkar út um allan hehn,“ þá gæti kánverska
sendinefndin sagt: „Við samþykkjum lágmarkskröfur um mannréttindi
vegna þess að frá okkar sjónarhóh séð gerir það okkur kleift að öðlast
trúverðugleika á alþjóðlegum vettvangi og aðgang að alþjóðlegum mörk-
uðum.“ Sendinefndir í alþjóðlegum samningaviðræðum hugsa oft ná-
kvæmlega svona og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að þær fallast á
ákveðnar tilhaganir áforsendum semfalla að öðrum áætlunum þeirra. Ef við
hins vegar trúum því að mannréttindi séu siðferðislegur grunnur lýðræð-
isríkja út um allan heim, þá verðum við að vera reiðubúin til þess að
styðja réttmæti slíkra krafiia með röksemdum sem við teljum að hægt sé
að verja út frá sjónarmiði allra manna. Þegar búið er að útskýra á þenn-
an hátt staðhæfingu Habermas um að siðferðileg viðmið sem fengin eru
með almennu samkomulagi verði að virka sannfærandi fyrir hvem og
einn af sömu ástæðum virðist hún ekki vera svo óhugsandi.
Engu að síður em pólitískar samræður og siðferðislegar samræður
ekki nákvæmlega það sama. Pólitísk samræða er samræðublanda þar sem
mögulega algildar réttlætiskröfnr, úthugsaðar röksemdir sem era miðað-
ar út frá einstaklingi eða hóp, sem og siðfræðileg íhugunarefiú sem tak-
markast við ákveðna menningu og snerta ,,‘við’-samfélagshópa“, koma
saman og blandast. I lýðræðislegum samræðum er alltaf spenna á milh
þessara mismunandi fordæmisgefandi rökleiðslna og skoðana. Eg mun
halda því fram í næsta kafla að sú spenna sem er til staðar á milli algildra
réttindakrafiia og kröfiigerða raunverulegTa samfélagshópa um sjálfs-
stjórn sé grundvallaratriði í upplifun þeirra þjóðríkja samtímans sem
hýsa frjálslyndar lýðræðisstjórnir.
Ekki er aðeins um að ræða spennu í pólitískum samræðum á milli
þeirra ffumþátta sem er að finna í fordæmisgefandi rökfærslum og út-
hugsuðum rökfærslum, heldur getur staða ýmissa staðhæfinga og rök-
semda breyst í lýðræðislegri umræðu á þann hátt að siðferðileg íhugunar-
266