Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 269
ROKJRÆÐULYÐRÆÐI OG FJOLMENNINGARLEG TOGSTREITA
efni geta orðið að hugmyndum um mögulega algilt réttlæti. Áhugavert dæmi
um slíka færslu er að finna í þeim breytingum sem hafa orðið á almennu
samkomulagi um réttindi kvenna. Þar til tdltölulega nýiega var staða
k\ærma og barna talin vera það undirstöðuatriði sem sagði til um sið-
ferðileg einkenni ólíkra samfélagshópa og féll aðeins undir lögsögu yfir-
valda í þessum samfélögum. En alþjóðleg umræða um réttindi kvenna,
sem nú er að koma fram, hefur orðið til þess að myndast hefur þverþjóð-
legt umræðunet meðal baráttufólks þuir réttindum kvenna, fulltrúa sam-
félaganna, þingmanna og starfsmanna alþjóðastofnana. Staða umræð-
unnar um réttindi kvenna og barna hefur færst ffá því að vera siðferðileg
krafa sem snertir ,,‘við’-samfélagshópinn“ yfir í að vera allsherjar réttlæt-
iskrafa.48 Tillögur Shachar um að tvinna saman mismunandi valdakerfi
sem hafa dómslögsögu eru á svipaðan hátt komnar til vegna við'urkenn-
ingar á því að réttindi kvenna og barna falla undir algildar réttlætiskröf-
ur sem þarf einhvern veginn að finna stað innan ramma menningarlegrar
og stjórnmálalegrar sérstöðu ólíkra hópa manna. A meðan skilyrði Ha-
bermas um að samstaða sem náð er með almennu samkomulagi ætti að
sannfæra alla á sómu forsendum er of strangt til að meta niðurstöður
lýðræðislegrar rökræðu, þar sem aðallega koma fram blandaðar tegund-
ir af siðferðilegum, úthugsuðum, eða siðfræðilega sérstökum rökfærsl-
um, er þetta skilyrði þó enn gagnlegt þegar kemur að því að skilja hvern-
ig sú rökvísi sem liggur að baki algildum réttlætiskröfum er frábrugðin
þeirri rökvísi sem liggur að baki kröfum sem eru úthugsaðar eða siðferði-
lega sérstakar. Samræður eru bæði siðferðilegt og pólitískt lærdómsferli.
Bohman segir að við ættum að líta á opinberar rökræður sem ferli sem
leiði af sér „siðferðilegar málamiðlanir“. Skilyrðin um siðferði annars
vegar og um málamiðlun hins vegar þurfa ekki að útiloka hvort annað,
eins og Habermas heldur stundum ffam. Opinber umræða, eins og Vala-
dez bendir á þegar hann tekur undir með Bohman, „er fyrst og fremst at-
höfn sem krefst samfélagslegrar samvinnu og sem miðar að því að leysa
úr raunverulegum vandráðnum aðstæðum“.49 Bohman skilgreinir sið-
ferðilega málamiðlun sem aðstæður þar sem „málsaðilar breyta ekki um-
gjörðinni til þess að ná almennu samkomulagi, þótt þeir kunni að gera
48 Alison Jagger, „Multicultural Democracy," Joumal ofPolitical Philosophy 7: 3, 1999,
bls. 308-29, bls. 320 og áfram.
49 Jorge M. Valadez, Deliberative Democracy, Political Legitimacy, and Self-Determination
in Multicultural Societies, bls. 63.
267