Skírnir - 01.01.1960, Side 16
14
Magnús Már Lárusson
Skímir
manni. wet næmpnæ stamboæ
ok styriman ok hassætæ. þer
aghu man a land föræ. han a
siælwær böter fore sik kræffiæ.
han ær gildær at hundræþum
ik fiurum tiughum.1)
kum. Taki halwa bot mals-
æghande. oc halwa kunun-
ger oc hundare. Þættæ heter
torwo giælð. Hawar talt
warit. oc aldre takit.
Um textana er það að taka fram, að handritin að Upplanda-
lögum, 5 talsins, eru öll frá fyrri hluta 14. aldar eða miðju
hennar, en handritin 2 að Suðurmannalögum eru almennt
álitin vera frá sömu aldarmiðju. Að efnistilgangi eru lagastað-
irnir eins. Hins vegar er texti Upplandalaga allmiklu forn-
legri í framsetningu og miðar eins og við tiltekið sögulegt at-
vik, sem eigi þarf þó að hafa gerzt. Texti Suðurmannalaga
er unglegri og hefur verið höndum um hann farið til þess að
gera hann almennari og aðgengilegri sem lagatexta. Ef til vill
má draga ályktun um aldursmismuninn vegna ákvæða Upp-
landalaga um 160 (140) marka bætur, en Suðurmannalög
setja bæturnar til þriggja hundraða, 360 (300) marka. Ef til
vill kemur hér fram hið alkunna fyrirbrigði 12,-—13. aldar,
að silfrið fellur í verði, en vöruverð hækkar mun meira. Eftir
Lausleg þýðing, þar sem sænsk málseinkenni eru látin haldast að
nokkru, jafnvel ekki skeytt um fallstjórn og beygingar:
UL MB 12:7: Nú verður maður sjúkur á skipum úti. Þeir eiga byrr
að bíða og manns að geyma. Einn segir þann mann dauðan vera og ann-
ar kvikan. Enn eiga þeir byrr að bíða og manns að gej-ma, æ til þess
allir segja þarrn mann dauðan vera og enginn kvikan. Færi hann síðan
í ey óbyggða, leggja millum steins og torfu. Burt sigla þeir. Til koma aðr-
ir, hlaupa upp í ey óbyggða, skemmta sig og veður skoða. Heyra þeir, að
rymur í jörðu. Til sjá þeir. Fá mál af manni. Veit að nefna stafnbúa og
stýrimann og háseta. Þeir eiga mann á land færa. Hann á sjálfur bætur
fyrir sig krefja. Hann er gildur að hundruðum og fjórum tugum.
SdmL MB 30: Verður maður í skipi sjúkur ellegar sár; kann svo lengi
liggja, að öllum leiðist viður. Færi skipari hann á land upp og i jörð leggi,
fyrr enn hann með öllu dauður er, og fara burt frá honum. Til komir
skip annað í sömu höfn. Heyra menn af skipi þvi mann í jörð rymja og
hjálpa honum úr jörð. Kann siðan sá maður við fást og kæri sjálfur eftir
skaða sínum. Veri gildur að þremur hundruðum mörkum. Taki hálfa bót
málseigandi og hálfa konungur og hundraðið (sveitarfélagið). Þetta heit-
ir torfugjöld. Hefur verið nefnt og aldrei tekið.