Skírnir - 01.01.1960, Síða 17
Skírnir
Að gjalda torfalögin
15
því fyrirbrigði ætti að vera rúm öld milli ákvæða þessara.
Ákvæðin eru þó miklu eldri að uppruna. Fjalla þau um atvik,
er hagsmunir einstaklinga rekast á hagsmuni heildarinnar.
Atvikið er úr leiðangursferð á Eystrasalti. Einn liðsmanna
veikist og tefur þann veg fyrir lagsmönnum sínum. Tíminn
dregst á langinn, og maðurinn gerir hvorki að lifa né deyja.
Á meðan missir skipshöfnin frama og virðingu og jafnvel
fjárvon og auðæfa. Loks er maðurinn úrskurðaður dauður
með almennu samþykki skipshafnar og færður í óbyggða eyju
og settur þar í gröf „millum steins og torfu“, lifandi dauður.
Þá getur skipshöfnin neytt byrjar og haldið í leiðangurinn
ótrauð; vandamálið hefur verið leyst. En rétti sínum heldur
hinn kviksetti, komi aðrir til eyjarinnar og verði þeir hans
varir, áður en hann er skilinn við. Þá getur hann krafizt sinna
eigin manngjalda og þeirra hækkaðra vegna brots á helgi
leiðangursmanna, sé hann fær um að nefna stafnbúa, stýri-
mann og háseta. 1 því felst að sjálfsögðu, að hann geti stefnt
sérhverjum skipshafnar auk þess, sem hann um leið sannar,
að hann hafi verið liðsmaður á tilteknu skipi. Og er þá að
vænta, að skipshöfnin í heild verði að greiða gjöldin af hendi.
Efa má, að niðurlag kaflans í Suðurmannalögum, þar sem
segir, að torfugjöldin hafi verið nefnd, en ekki innt af hendi,
sé algerlega óyggjandi heimild um það atriði. Það kann að
vera rétt í Suðurmannalandi, að torfugjöldin hafi ekki verið
greidd þar, á meðan skrásetjarar laganna vita þar til. Hins
vegar er það ekki óþekkt fyrirbrigði í norrænni löggjöf, að sá,
sem álitinn hefur verið líflátinn, en lifir þó, eigi að bætast
manngjöldum.
1 Baugatali Grágásar segir svo: „Þeir menn eru enn iiii,
er náir eru kallaðir, þótt lifi. Ef maðr er hengðr eða kyrktr
eða settr í grof eða í sker eða heptr á fjalli eða í flœðarmáli. Þar
heitir gálgnár ok grafnár ok skernár ok fjallnár. Þá rnenn alla
skal jafnt aptr gjalda niðgjoldum sem þeir sé vegnir, þótt þeir
lifi“ (Grg. Ia 202, sbr. Grg. II 380). Sá lagastaður fær nokkra
skýringu af lagastöðunum tveim sænsku, þótt hann verði og til
að bregða nokkru ljósi á þessi hundgömlu ákvæði tvö. Samband
þetta milli lagastaðanna þriggja er og til marks um háan ald-