Skírnir - 01.01.1960, Síða 19
Skirnir
Að gjalda torfalögin
17
bóta, er eigi réttnæmur. Hann er tyrfður og tröllum gefinn.
Venja þessi mun eflaust eiga rætur sínar að rekja til grárrar
forneskju, því ugglaust er um það að ræða, að sá tyrfði er
settur út úr ættarsamfélaginu.
Enn má benda á torfleikinn, er um getur í 41. kafla Eyr-
byggju. Honum er að vísu lýst á mjög ófullnægjandi hátt, en
það sést þó, að menn kasta torfum, svo stórum, að meiðslum
geta valdið. Oft er það, að trúarlegar venjur birtast og varð-
veitast í leikjum, og má svo vera hér.
Það kann að vera, að fom trúarhugmynd hafi varðveitzt
í orðalaginu í Upplandalögum „mællum stens ok torfwo“,
en það þarf ekki að raska þeirri meginskýringu, er gefin hef-
ur verið hér á undan, þar sem oft er gripið til trúarlegra
hugmynda til að breiða yfir raunhæfi veruleikans. — Það er
rétt að benda á ákvæði Gulaþingslaga um þá, er eigi eru
kirkjugræfir. Þar segir, að þá eigi að grafa í flæðarmáli, þar
sem sær mætist og græn torfa (NGL I 13). Gæti það verið
hliðstæða við orðalagið sænska. Hin háu manngjöld sænsku
hefðu þá auk röskunar leiðangurshelginnar orsakazt af því,
að maðurinn hafi verið kasaður í flæðarmáli og því eigi
komizt undir græna torfu. Torfugjöldin hefðu þá fengið nafn
af því að vera eins konar útlausn torfunnar. Nær er þó að
halda, að heitið stafi frá því, að maðurinn hafi verið tyrfður.
Samt er ekki loku fyrir það skotið, að hér séu einhver tengsl
annars vegar við torf, en hins vegar við fjöru.
Torsten Wennström drepur á refsingaraðferðir tengdar
torfi og grjóti og fjöru í bók sinni Tjuvnad och fornæmi,
Lund 1936, bls. 283—89, en Folke Ström ræðir rækilegar
aftökuaðferðir, svo sem grýtingu og kviksetningu, í bók sinni
On the Sacral Origin of the Germanic Death Penalties, Lund
1942, bls. 102—3 og 198—209, en hvorugur þeirra drepur á
Grágásarstaðinn, þótt þeir aðeins nefni torfugjöldin sænsku.
Folke Ström bendir enn fremur í bók sinni bls. 105—7 á hin-
ar ýmsu réttarvenjur í sambandi við fjöruna. Framsetning
hans í heild gerir skýringu Halldórs prófessors Halldórssonar
svo til óyggjandi á orðtakinu að finna einhvern í fjöru, sbr.
íslenzk orðtök, Reykjavík 1954, bls. 179—80. Halldór setti
2