Skírnir - 01.01.1960, Síða 22
20
Sveinn Einarsson
Skírnir
líf hans. Eftir fjögurra ára dvöl í Uppsölum hélt hann heim
til Vermalands, haldinn þunglyndi, en öðlaðist smám saman
aftur eins konar jafnvægi. Hann gerðist þá blaðamaður við
blað eitt í Karlstad í Vermalandi, og blaðamennskan varð nú
hans aðalstarf í átta ár nálega óslitið og hið eina borgaralega
starf, er hann gegndi um ævina. Þetta blað var reyndar ekki í
afhaldi hjá öllum góðborgurum, þótti frjálslynt, enda barðist
það fyrir trúfrelsi og auknum kosningarrétti. f þetta blað skrif-
aði Fröding um allt milli himins og jarðar, en oftast gaman-
samt spjall um það, sem efst var á baugi, kvæði eða gagnrýni,
og það, sem hann ritaði í blaðið, er miklu meira að vöxtum
en ljóð hans síðar. Þeir bókmenntamenn, sem fjallað hafa um
líf Frödings og verk, hafa ekki verið á eitt sáttir um, hversu
róttækur hann hafi verið af sannfæringu. En víst er um það,
að á Uppsalaárum sínum var hann félagi í Verðandi — sem
frjálslyndir menn og raunsæismenn stóðu að þar eins og í
íslenzkum bókmenntum, -—• og dáðist þá mjög að Brandesi og
Ibsen. Síðan tók hann aðra trú í fagurfræðilegum efnum og
fylgdi kallinu, þegar Heidenstam skar upp herör. En spurn-
ing er, hvort þau áhrif, sem hann verður fyrir á þessum ára-
tug, leggja ekki undirstöðuna að lífsskoðun hans æ síðan, og
þó að í kvæðum hans sé sú lífsskoðun ekki heilleg og þar ægi
saman sundurleitum áhrifum tímans — stundum gætir eins
meira og stundum annars — þá gengur eins og rauður þráð-
ur í gegnum þau ákveðið frjálslyndi og trú á lýðræði.
Árin 1889 og 1890 gerir sjúkdómurinn alvarlega vart við
sig aftur, og Fröding verður að dveljast langdvölum á heilsu-
hælum, fyrst í Slesíu og síðar í Noregi. Afturbatinn í Görlitz
í Slesíu verður einn frjóasti tími ævi hans. Hann kynnist bet-
ur en áður enskri og þýzkri ljóðagerð, m. a. Byron, Heine og
ekki sízt Goethe, sem hann dáir mjög alla ævi. Þó að margt
hafi verið skrifað um Fröding, hafa ekki verið könnuð til hlít-
ar t. d. áhrif Heines á hann, sem eru jafnótvíræð og sjálfstæði
Frödings gagnvart sínum þýzka skáldbróður, þar er annar
persónulegur blær og sænsk einkenni í máli, efni og anda.
— En hér í Görlitz yrkir Fröding flest kvæðin í fyrstu ljóða-
bók sinni, Gitarr och dragharmonika, sem út kom 1891 og