Skírnir - 01.01.1960, Page 23
Skírnir
Á aldarafmæli Frödings
21
hlaut ágætar viðtökur. I upphafskvæði bókarinnar, sem ber
sama heiti og hún, segist skáldið eiga í húsi sínu tvo sambýlis-
menn; sé annar tilfinningasamur og verði tíðrætt um sorg og
kvöl, en annar glaður og reifur. Gítarinn er hljóðfæri hins
fyrra, harmonikan hins síðara. Það var káti sambýlismaður-
inn, sem óðara vann Fröding hylli fólksins, en sá hinn hljóð-
ari og alvarlegri vakti aðeins athygli stöku gagnrýnenda eins
og skáldsins Oscars Levertins. Gamansemin ríkir einkum í
ýmsum kvæðum, þar sem hann sækir yrkisefni sitt til Verma-
lands; þarna eru kostulegar og minnisstæðar mannlífslýsing-
ar, felldar í ljóðform, sem hæfir þeim á undarlega eðlilegan
hátt. í þessum hópi eru kvæði eins og Runki og Brúnki (Jonte
och Rrunte) og Þaö var kátt hér eitt laugardagskvöldiS á Gili
(Det var dans hort i vagen), sem hvert mannsbarn á Islandi
þekkir í búningi Magnúsar Ásgeirssonar. 1 síðarnefnda kvæð-
inu blandast hjá Fröding raunsæileg sveitalífslýsing, sem var
ný í sænskri ljóðagerð, og ljóðræn náttúrustemning. Fröding
skrifaði eitt sinn ritgerð um kímni og talar þar um jákvæðan
og frelsandi mátt hennar fyrir mennina. Kimnigáfa Frödings
var honum sjálfum ugglaust mikil blessun, en hann beitir
henni einnig í samræmi við það; hún er að sínu leyti manna-
sættir. Gaman hans er hlýtt fremur en grátt, en það þarf ekki
að vera safaminna fyrir það. Ágætt dæmi er kvæðið Varan
próst í þessari fyrstu ljóðabók, Gitarr och dragharmonika:
Váran prost
ár rund som en ost
och lárd som sjálva den onde,
men gemen likvál
och en vánlig sjál
och skáms ej, att far hans var bonde.
Han lever som vi
och dricker sitt kaffe med halva i
som vi
och ratar icke buteljen,
álskar mat
som vi
och ár lat
som vi
— men annat ár det vid helgen.