Skírnir - 01.01.1960, Page 26
24
Sveinn Einarsson
Skírnir
Annars eru yrkisefnin í Gitarr och dragharmonika af ýmsu
tagi. Meðal hinna alvarlegri kvæða eru fínstemmdar, ljóð-
rænar náttúrulýsingar, og þar er hin rómantíska draumsýn
Titania, þar sem álfadrottningin í Jónsmessudraumi Shake-
speares veitir skáldinu innblástur. Þarna er lofkvæði og varn-
arkvæði fyrir ástina, óður til lífsgleðinnar eins og kvæðið Den
ryske anakoreten, þar sem Fröding ræðst gegn afneitunar-
kenningum Tolstojs. Sænsk skáld eins og reyndar önnur ev-
rópsk skáld hafa löngum sótt sér fleiri yrkisefni í sögu Grikkja
og goðafræði en íslenzk skáld hafa tíðkað, og Fröding er þar
engin undantekning, þó að hann geri minna að því en ýmsir
aðrir. Hann sækir sér einnig yrkisefni í norræna goðafræði
og fetar þar í fótspor Viktors Rydbergs. En eins og vænta má,
leynast þá oft persónuleg vandamál undir hinum fornu skikkj-
um. Persónulegt vandamál er skáldið líka að glíma við í kvæð-
inu En ghasel: Mælandinn stendur fyrst við grindina og lýsir
því, hversu dýrlegt það sé að horfa gegnum hana á iðandi og
fjölbreytt lífið fyrir utan, en brátt er þó svo komið að:
jag vill, jag vill, jag skall, jag máste ut
och dricka liv, om blott för en minut,
jag vill ej l&ngsamt kvávas bakom gallret!
Förgáves skall jag böja, skall jag rista
det gamla obevekligt h&rda gallret
-—■ det vill ei tánja sig, det vill ej brista,
ty i mig sjálv ár smitt och nitat gallret,
och först nár sjálv jag krossas, krossas gallret.1)
Er það ekki sjúkdómurinn, sem hér hefur hneppt skáldið í
fangelsisfjötra? Ghasel er annars arabískur bragarháttur, þar
sem eitt eða fleiri orð í fyrstu vísuorðunum eru endurtekin æ
ofan í æ í öllu kvæðinu. Hér er það orðið gallret — grindin
— sem alltaf verður fyrir í miskunnarleysi sínu. — Öfá eru
!) . . . ég vil, ég vil, ég skal, ég verð að komast út og drekka líf, þó
ekki sé nema eitt andartak, ég vil ekki kafna smátt og smátt innan við
grindina. — Árangurslaust skal ég beygja, skal ég hrista gamla grindina,
sem er svo hörð, að hún lætur sig ekki — hún vill ekki togna, hún vill
ekki bresta, því að grindin er smíðuð og negld í sjálfan mig, og grindin
brotnar ekki, fyrr en ég brotna niður sjálfur.