Skírnir - 01.01.1960, Page 29
Skírnir
Á aldarafmæli Frödings
27
einfaldlega Nya dikter -— ný ljóð. Þessi bók eykur enn hróð-
ur hans, og áður en varir, er hann orðinn vinsælastur í hópi
þessara skálda, sem Svíar nefna nittiotalista. Hann heldur í
þessari bók áfram sömu götur og í hinni fyrri; íþróttin er hin
sama, en átökin eru víða meiri og hugsunin dýpri og víðfeðm-
ari. Bókin hefst á löngu kvæði, Balen, en hjaltedikt, eða
Hetjukvæði um dansleik eins og séra Matthías kallar það á
íslenzku. Kvæði þetta lýsir með mildu skopi og nánast ró-
kokkóbrag litlum framgangi ungs og óframfærins blaðamanns
hjá Elsu öm, drottningu smábæjardansleiksins. Mikið rúm í
bókinni skipa einnig svokallaðar Bibliska fantasier, en það er
flokkur kvæða, þar sem yrkisefni er sótt í Biblíuna. Þeir,
sem kynnast sænskum bókmenntum, munu fljótt verða þess
varir, að sú alþýða, sem á Islandi nærðist á fornsögum og
rimum, hafði í Svíþjóð Biblíuna sér til andlegrar upplyft-
ingar.
Annars eru yrkisefnin mörg og margvísleg; stundum eru
þau sótt í einhverja sögu, þó að það vaki ekki fyrst og fremst
fyrir skáldinu að segja sögu, stundum er kvæðið hugleiðing,
stundum tær lýrik. En hvað er tær lýrik, ef yfirskilvitleg, lítil
kvæði eins og Sav sav susa eru það ekki, fáorð og einföld í
sniðum eins og þjóðvísa og þó dýrleg opinberun. Af öðrum
toga spunnin eru ádeilukvæði eins og Den gamla goda tiden,
en úr því má lesa, ef vill, að skáldið sé hlynnt sósialisma. En
bæði kvæðin eru sprottin af samúð skáldsins með olnboga-
börnum lífsins. Þarna er kvæði um Atlantis, landið, sem sökk,
meðan íbúar þess átu, drukku og voru glaðir. En sagan get-
ur endurtekið sig:
Svo mun og gráhært og gamalt
ganga vort kyn fyrir ætternisnúp,
þögnin og dimman og dauðinn
draga á oss óminnishjúp.
öldurnar hrotna,
bleik skín á grafir
sól gegnum sjávarins djúp.
Byggð er á brigðulum grunni
borgin, sem knýr þar sín hergönguljóð.