Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 32
30
Sveinn Einarsson
Skírnir
Sag pedanten, donna Bianca,
att det roar mig att mála sá,
arabeskan ar en ranka
som en stel pedant ej kan försS.1)
Annars var skáldahroki fjarri Fröding, og hann gerði minna
úr kvæðum sínum en aðrir gerðu. Vissulega var hann sjálf-
hverfur, eins og skáldum er títt, en ekki svo innhverfur að
það byrgði honum sjón til annarra manna. Sjálfhverfi hans
varð að einlægri sjálfsrannsókn. Væri hann umburðarlyndur
í dómum um aðra, var hann þeim mun strangari í dómum um
sjálfan sig. Alla ævina barðist hann við sektartilfinningu.
En eitt með öðru, sem stuðlaði að því, að heilsu hans fór
hrakandi, svo að næstu sjö árin var hann óslitið sjúklingur, var
mál, sem höfðað var gegn honum eftir útkomu bókarinnar
Stank och flikar. Það var einn kaflinn í Morgundraumi, sem
þótti ósiðlegur. Fröding var að vísu sýknaður í máli þessu, en
hlaut af því litla sálarró. — Morgundraumur er einhver stór-
felldasta skáldsýn Frödings. Hún er draumur hins sjúka manns
um hreysti og heilbrigði ljúflings guðanna í skauti náttúr-
unnar, og hún er draumur hans um ástina, óháða siðakenn-
ingum hins borgaralega þjóðfélags, ástina, hreina, sterka,
frjálsa. Fá skáld hafa ort dýrlegar um ástina, en ástin veitti
víst Fröding aldrei hamingju:
Jag köpte min karlek för pengar,
för mig var ej annan att fá.
Sjung vackert, I skorrandi strangar,
sjung vackert om karlek ándá.2)
Bókmenntafræðingar hafa þefað uppi fyrirmyndir þeirra
stúlkna, sem Fröding yrkir um, en sjaldan virðast þær hafa
endurgoldið skáldinu tilfinningarnar. Margar hafa þær verið
af þeirri tegund, sem betri borgurum var ekki um. Ein stúlka
x) Donna Bianca, segðu smámunaseggnum, að mér þyki gaman að
mála svona; arabiskan er vínviðargrein, sem stirðnaður smámunaseggur
getur ekki skilið.
2) Ég keypti ást mína fyrir peninga, mér bauðst ekki önnur. Syngið
fagurlega, þið skjálfandi strengir, syngið fagurlega um ástina samt.