Skírnir - 01.01.1960, Side 37
Skírnir
Lækningagyðjan Eir
35
Lyfjaberg þat heitir,
en þat hefir lengi verit
sjúkum ok sárum gaman;
heil verðr hver,
þótt hafi árs sótt,
ef þat klífr kona.
Enn fremur er gott til bjargar að blóta meyjar Menglaðar á
stallhelgum stað (sbr. 40. vísu). Hér eru ótvíræð tengsl milli
meyjanna og lækninga, en Eir nýtur engrar sérstöðu og þvi
ekki ástæða til að gera henni hærra undir höfði en hinum
meyjunum. Kenningin „Eir örglasis“, sem kemur fyrir í 28.
visu kvæðisins og virðist vera kenning á hinni fölvu gýgi Sin-
möru, gefur ekki heldur tilefni til að álíta Eir lækningagyðju.
Raunar er bæði örglasir og Sinmara torskilin orð. Mara er
eiginlega sjúkdómsvættur, eins og sést af martröð, og kemur
oft við sögu í sambandi við ástir karls og konu. Merkingin í
Sinmöru gæti þá verið „sú sem veldur sinfalli (impotens)“
eða e. t. v. „aflleysi“, sé frekar átt við aflsin. Glasir er tré,
sem stendur fyrir dyrum Valhallar, og er lauf þess allt gull-
rautt og því gullkenning. Sveinbjörn Egilsson (Lex. poetic.)
álítur, að örglasir merki þann, sem er ör á gull, þó reyndar
vanti laufið í þá kenningu, enda munu flestir telja hana vafa-
sama og lítt táknræna fyrir Sinmöru. Mér kemur til hugar,
að fyrir örglasis eigi að standa úrglasis, þ. e. safi trésins, sem
þá væri lyf, sbr. „tak grenitré grænt og legg í eld, en vatn
það, er úr rennur, safna og lát í blöðru“. Þessi lögur er síðan
blandaður hunangi og barba jovis (sempervivum tectorum?)
og notaður við heyrnardeyfu (A.M. 434a 12 mo, 17.—18.
bls.). Enn fremur hefur trjákvoða verið mikið notuð til lækn-
inga (Reichborn-Kjennerud: Vore folkemedisinske lægeurter).
Ef þetta væri réttur skilningur á orðunum Sinmara og örglas-
ir, þá ætti hið síðarnefnda væntanlega að vera lyf til að draga
úr losta eða afli, en þeir eiginleikar, hef ég ekki rekizt á, að
væri eignaðir legi úr trjám. Það má segja, að það styrki frek-
ar þá skoðun, að Glasir hafi lækningamátt, að Fjölsvinnsmál
geta annars trés, Mímameiðs, er ber aldin, sem eru notuð til
lækninga, en um þau segir 22. visa: